fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Nokkrar sérkennilegar staðreyndir um hitt og þetta

Vissir þú að tónlistarsmekkur er ekki meðfæddur?

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið fróðlegt að lesa sér til um áhugaverðar staðreyndir en að baki mörgum þeirra liggur gríðarlega mikil rannsóknarvinna. Það skaltu hafa í huga þegar þú lest staðreyndirnar sem birtast hér. Til dæmis hefur það verið rannsakað að gáfað fólk lítur ekki jafn stórt á sig og fáfróðir einstaklingar. Þá getur manneskja ekki lifað nema í 11 sólarhringa án svefns, sem er gríðarlega skammur tími miðað við að fólk getur lifað í um það bil þrjár vikur án matar. Hér má sjá nokkrar sérkennilegar staðreyndir um eitt og annað.

Þegar blint fólki dreymir þá sér það. Draumarnir eru þó aðeins svarthvítir.

Þunglynt fólk fær oftar kvef en fólk sem er drífandi, hamingjusamt og duglegt.

Óhamingjusamt fólk er líklegra til að legga sig fram með það fyrir augum að gleðja aðra.

Fávíst fólk lítur yfirleitt stórt á sig á meðan gáfað fólk vanmetur sig. Það er kannski af því að það gerir sér betur grein fyrir hvað það á margt eftir ólært.

Fólk sem er kaldhæðið og notar mikið kaldhæðni í samskiptum er yfirleitt gáfaðara en annað fólk.

Twitter, Facebook Youtube og Snapchat eru meðal þeirra samfélagsmiðla sem eru ólöglegir í Kína.

75 prósent fólks reyna að sofna aftur á morgnana þegar vekjaraklukkan hringir. Ástæðan er sú að fólkið vill klára drauminn sem það var í.

Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að þegar fólk kynnist við hættulegar aðstæður þá eru meiri líkur á að það verði ástfangið.

Þú getur lifað án matar í um það bil þrjár vikur. Þú getur hins vegar aðeins lifað í 11 daga án svefns og í þrjá daga án þess að fá vatn.

Tónlistarsmekkur þinn er ekki meðfæddur. Hann mótast í gegnum lífsreynslu og upplifun.

Gíraffar eru einu dýrin í heiminum sem geispa ekki.

Fólk sem hlær mikið á auðveldar með að losa sig við aukakíló en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“