fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Móðir þín lifir lengur ef þú eyðir tíma með henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú getur hjálpað móður þinni að lifa lengur með því að eyða tíma með henni. Þetta segja niðurstöður rannsóknar framkvæmd af University of California. Rannsakendur komust að því að fólk í kringum sjötugt er líklegra til að vera einmana. Einmanaleiki getur haft mikil áhrif á heilsu.

Í kringum 1600 manns tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur voru spurðir hvort þeim liði einhvern tíman eins og þeir væru út undan eða einangraðir, og hvort þeim skorti félagsskap.

Samkvæmt niðurstöðum sögðu 43 prósent kvenna að þær væru einmana. Aðeins 14 prósent þátttakenda sögðust vera í fullnægjandi sambandi með annarri manneskju.

Það sem þykir einkum sorglegt við tölfræði rannsóknarinnar er að 23 prósent þátttakenda létust innan sex ára eftir að rannsóknin var framkvæmd.

Rannsakendur komust að því að einmanaleiki getur leitt til ýmissa heilsufarsvandamála sem hafa áhrif á daglegt líf. Við ættum því að eyða meiri tíma með eldra fólkinu í lífi okkar. Eldra fólk er líklegra til að lifa lengur ef það eru í góðum samskiptum við aðra.

„Þörfin sem við finnum fyrir – að fólk þekki okkur, kunni að meta okkur og gleðjist með okkur – hverfur aldrei,“ segir félagsráðgjafinn Barbara Moscowitz við The New York Times.

Eldra fólk er líklegra til að leggja meiri áherslu á ákveðin sambönd frekar en yngra fólk. Hinn aðilinn í sambandinu svarar kannski ekki í sömu mynt, sérstaklega börn og barnabörn. Aðallega vegna þess að þau hafa ekki haft nógu langan tíma til að þróa hæfni sína í að eiga langtíma sambönd með öðrum, eins og umburðarlyndi.

„Eldra fólk er umburðarlyndara varðandi galla og sérkenni vina og vandamanna heldur en ungt fólk,“ segir Rosemary Blieszner, prófessor við Virginia Tech.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni