fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
FókusKynning

11 leiðir til að nýta örbylgjuofninn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest notum við örbylgjuofninn aðeins til að hita upp afganga og poppa. Það er synd að láta þetta stóra eldhústæki standa óhreyft þess á milli því örbylgjuofnar eru til margra hluta nytsamlegir. Til dæmis er hægt að baka kartöflur, bræða súkkulaði, gufusjóða gulrætur og sitthvað fleira í þessu ágæta tæki.

11 leiðir til að nota örbylgjuofninn:

1.) Bræddu smjör:

Settu smjörið í glerskál og láttu það á miðlungs hita (medium, styrkur 5) í 30 sekúndur í senn en gættu þess að fylgjast með.

2.) Bræddu súkkulaði:

Skerðu súkkulaðið í bita og settu á hæsta hita í örbylgjuofninn en aðeins í 30 sekúndur í senn og mundu að fylgjast með og hræra í skálinni.

3.) Mýktu rjómaostinn:

Skerðu rjómaostinn niður í bita og settu í skál í örbylgjuofninn. Ofninn á hæsta styrk í 15-20 sekúndur.

4.) Mýktu ísinn:

Kannastu við að eiga í vandræðum með að ná ísnum í skeiðina? Settu ísinn í örbylgjuofninn á hæsta styrk í 10 sekúndur. Mundu að fylgjast með.

5.) Mýktu púðursykurinn:

Settu púðursykurinn í skál og skvettu yfir einni teskeið af vatni. Settu lok á skálina og láttu styrkinn á lægsta í eina mínútu í senn í fjórar mínútur en gættu þess að hræra í inn á milli.

6.) Ristaðu furuhnetur og möndlur:

Settu hneturnar og/eða möndlurnar á disk og hitaðu í örbylgjuofninum á hæsta styrk, eina mínútu í senn í fjórar til fimm mínútur og hristu í þeim á mínútu fresti.

7.) Steiktu beikon:

Láttu sex sneiðar af beikoni á milli tveggja servíettu, eða tissjú, blaða. Stilltu ofninn á hæsta styrk þar til beikonið er full eldað eftir fjórar til fimm mínútur.

8.) Gufusoðnar gulrætur:

Settu niðursneiddar gulrætur í skál ásamt matskeið af vatni. Láttu lok á skálina og eldaðu á fullum styrk í fjórar til sex mínútur. Taktu svo lokið strax af.

9.) Bakaðar kartöflur:

Nuddaðu kartöfluna með olíu og settu á disk fyrir örbylgjuofninn. Eldaðu kartöfluna á hæsta styrk í 12 til 14 mínútur. Stingdu þá í hana með gaffli.

10.) Soðin hrísgrjón:

Láttu bolla af hvítum hrísgrjónum á móti tveimur af vatni og hálfri teskeið af salti í örbylgjuskál. Eldaðu án loksins á hæsta styrk í 15-18 mínútur eða þar til grjónin eru tilbúin.

11.) Poppaðu:

Settu hálfan bolla af poppmaís á móti matskeið af matarolíu í örbylgjuskál með loki. Eldaðu á hæsta styrk í 3-5 mínútur, eða þar til þú hættir að heyra popphljóðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi