Dillon, Laugavegi 30, 101 Reykjavík
Dillon er orðinn rótgróinn hluti af síbreytilegu skemmtanalífi miðborgarinnar en staðurinn hefur starfað sleitulaust frá stofnárinu 1999. Lifandi tónlist hefur alltaf verið í öndvegi á Dillon en ákveðin tímamót urðu í tónlistarlífi staðarins á síðasta ári þegar ákveðið var að breikka úrval þeirrar tónlistar sem flutt er þar. Áður hafði öll áherslan verið á rokktónlist en núorðið er flutt alls konar tónlist á staðnum.
Í fyrra voru um 250 tónleikar haldnir á Dillon en þeir verða yfir 500 áður en þetta ár er liðið. Það er mögnuð staðreynd um Dillon að ávallt er frítt inn á tónleika og gildir þá einu hvað stór nöfn eru að spila. Sem dæmi hélt Bubbi Morthens nýlega tónleika á staðnum og er það í fyrsta skipti sem hann treður upp á Dillon. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í fjögurra tónleika röð Bubba á Dillon í haust. Jafnframt má þess geta að Dillon er stærsti off-venue staðurinn á tónlistarhátíðinni Airwaves og í fyrra komu þar fram rúmlega 80 hljómsveitir á sjö dögum.
Lifandi tónlist er nú á Dillon öll kvöld frá miðvikudegi út laugardagskvöld og frítt á alla tónleika. Á miðvikudagskvöldum eru afar vinsæl blúskvöld þar sem áhorfendur fá að vera með. Á fimmtudagskvöldum er trommarinn Einar Scheving með djasskvöld þar sem hann fær til liðs við sig marga af færustu djassspilurum landsins. Á föstudagskvöldum og laugardagskvöldum er dagskráin síðan breytilegri.
Hljómburðurinn í þessu rúmlega 100 ára gamla húsi sem hýsir Dillon er einstakur og er ein helsta ástæða þess að þar koma fram margir af flottustu tónlistarmönnum landsins í dag ásamt erlendum gestum.
Dillon er ekki bara tónleikastaður, þar er líklega mesta viskíúrval landsins sem fyrirfinnst á einum bar. Viskítegundirnar eru yfir 170 og reglulega er boðið upp á nýjar tegundir á barnum.
Alla daga vikunnar er Happy Hour á Dillon frá kl. 14 til 20. Þá er boðið upp á 2 fyrir 1 af bjór auk þess sem tilboð eru á dýrari bjór, víni og viskíi.
Nánar má fylgjast með dagskránni á Dillon á Facebook-síðunni facebook.com/DillonWhiskeyBar.