fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Meðgöngueitrun getur haft áhrif á legkökuna

Einkenni, meðferð og forvarnir

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 8. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er meðgöngueitrun?

Allar þungaðar konur þurfa að láta mæla reglulega blóðþrýsting og magn eggjahvítuefna í þvagi. Þetta er gert til að fylgjast með því hvort konan fái meðgöngueitrun.

Hvað veldur meðgöngueitrun?

Enn er ekki vitað hvers vegna um það bil ein af hverjum tíu konum fær meðgöngueitrun. Þess ber þó að geta að einungis ein af hverjum hundrað þunguðum konum fær alvarlega meðgöngueitrun. Vissir sjúkdómar og líkamsástand auka hættuna á meðgöngueitrun, t.d. sykursýki, of hár blóðþrýstingur, hjartasjúkdómar, offita, langvinnir nýrnasjúkdómar, hafi konan áður fengið meðgöngueitrun og ef hún gengur með fjölbura. Meðgöngueitrun kemur oftast ekki fram fyrr en eftir sex mánaða meðgöngu og er algengust undir lok meðgöngu.

Einkenni

Meðgöngueitrun lýsir sér í hækkuðum blóðþrýstingi, útskilnaði eggjahvítuefna í þvagi og bjúg á höndum og fótum. Konan þyngist hratt og stöku sinnum kemur bjúgur í andlit. Er eggjahvítuefni skiljast út í þvagi er það glöggt merki þess að nýrun hafi orðið fyrir áhrifum. Næstum allar þungaðar konur finna fyrir bjúg á höndum og fótum undir lok meðgöngu en hann telst ekki vera hættumerki nema hann hverfi ekki yfir nóttina þegar konan liggur út af. Einkenni alvarlegrar meðgöngueitrunar eru höfuðverkur, stjörnur fyrir augum, almenn vanlíðan og verkir ofan til í kviði. Meðgöngueitrun getur í versta falli þróast í fæðingarkrampa sem getur verið lífshættulegur bæði móður og barni. Slíkt er þó sem betur fer mjög sjaldgæft vegna þess hversu gott eftirlit er haft með þunguðum konum. Einkennin hverfa aftur eftir fæðingu og það líða venjulega ekki meira en tvær vikur þangað til blóðþrýstingur og efnainnihald þvags er komið í eðlilegt horf.

Meðferð

Framgangur meðgöngueitrunar ræðst að verulegu leyti af því, hversu fljótt og vel er hægt að bregðast við henni. Besta ráðið til að vinna bug á meðgöngueitrun er hvíld, konan þarf að taka lífinu með algerri ró. Af sömu ástæðu er meðgöngueitrun mjög algeng ástæða veikindaforfalla á meðgöngu. Fái konan ekki næga hvíld heima fyrir eða ef hún hefur ekki tækifæri til að taka lífinu með ró getur reynst nauðsynlegt að leggja hana inn á sjúkrahús. Þá er mikilvægt að fylgjast grannt með móður og barni. Meðgöngueitrunin getur nefnilega haft áhrif á legkökuna þannig að fóstrið fær minni næringu. Við það getur hægt á vexti fóstursins. Stundum er beitt lyfjum sem lækka blóðþrýsting. Haldi konunni áfram að versna og fóstrið fer að sýna merki um að það verði fyrir áhrifum af eitruninni getur eina leiðin verið sú að setja fæðinguna af stað eða taka barnið með keisaraskurði. Því getur barnið orðið fyrirburi.

Forvarnir

Meginatriði forvarna er að grannt sé fylgst með blóðþrýstingi og eggjahvítuefnum í þvagi konunnar. Þess vegna er mikilvægt að niðurstöður mælinga séu ávallt skráðar samviskusamlega í sjúkraskýrsluna sem fylgir konunni. Komi í ljós að konan sé að fá meðgöngueitrun er afar mikilvægt, að náið sé fylgst með blóðþrýstingi og þvagi til þess að sjá hvort meðferðin – hvíldin – beri tilætlaðan árangur. Nýlega hafa verið settar fram tilgátur um að kalkgjöf, 1,5–2,0 grömm á dag, geti hugsanlega dregið úr hættunni á meðgöngueitrun um allt að 70%. Enn er þó of snemmt að ráðleggja kalkgjöf í forvarnarskyni. Enginn vafi leikur þó á því að þungaðar konur ættu að fylgjast með því hvort dagleg fæða innihaldi í það minnsta 1,0 gramm af kalki og bæta sér upp það sem á vantar með kalkgjöf. Áður hefur verið talið að asetýlsalisýlsýra gæti haft forvarnargildi en það hefur sýnt sig að vera afar takmarkað, ef eitthvert.

Heimild: Doktor.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni