Vífilfell hefur ákveðið að snarlækka verð á jólabjór. Lækkunin nemur á bilinu 60-110 krónur á flösku. Þetta er gert til að sporna við matarsóun en hingað til hefur jólabjór sem verður afgangs verið fargað. Þetta kemur fram á mbl.is.
Þar er haft eftir vörumerkjastjóra Vífilfells að fyrirtækið hafi verið að leita leiða til að draga úr sóun. Reglur ÁTVR kveði á um að ársíðarbundnar vörur séu aðeins í sölu í ákveðinn tíma. Eftir það séu þær teknar úr sölu. „Þá er óseldur bjór sendur aftur til birgja og honum fargað.“
Hann segir að bjórinn sé í mjög góðu ástandi enda renni hann ekki út fyrr en í haust. „Vonandi verður þetta til þess að neytendur sjái sér hag í því að drekka jólabjór aðeins lengur og minnkar þannig í leiðinni magnið af bjór sem þarf að farga,“ er haft eftir honum.