fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Samanlögð 100 ára reynsla!

Kynning

Snyrtimiðstöðin, elsta snyrtistofan á Íslandi

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtimiðstöðin, fótaaðgerða-, snyrti- og nuddstofa er líklega elsta snyrtistofan á Íslandi í dag sem hefur alltaf verið með sama eiganda. „Upphaflega kallaði ég stofuna Fegrun, en nú heitir fyrirtækið Snyrtimiðstöð enda starfsemin orðin fjölbreyttari,“ segir Rósa sem stofnaði stofuna árið 1979 og hefur rekið hana með góðum árangri til dagsins í dag. Að jafnaði starfa hjá Snyrtimiðstöðinni 5-7 snyrtifræðingar og fótaaðgerðafræðingar, allt frá nýútskrifuðum nemum upp í sannkallaða reynslubolta. „Ásamt mér starfa hér til dæmis þrír gríðarlega færir snyrtimeistarar og fótaaðgerðafræðingar. Við erum með samanlagða um 100 ára reynslu,“ segir Rósa. Snyrtifræðingar Snyrtimiðstöðvarinnar nota Academie húðvörur, NEE förðunarvörur, Essie nagalökk og Real Techniques förðunarbursta.

Lögvernduð heilbrigðisstétt

Fótaaðgerðir eru lögvernduð heilbrigðisstétt. „Hér á Snyrtimiðstöðinni erum við með mjög færa löggilda fótaaðgerðarfræðinga,” segir Rósa, en fótaaðgerðafræðingar eru þeir einu sem mega meðhöndla fætur skjólstæðinga sinna með eggjárnum s.s. hnífa (fyrir utan lækna). Fótaaðgerðafræðingar eru með sérstaka heilbrigðistryggingu sem allir heilbrigðisstarfsmenn verða að hafa og eru undir ströngu heilbrigðiseftirliti.

Varanleg förðun

Á Snyrtimiðstöðinni eru í boði fjöldi meðferða. Meðal annars starfa á Snyrtistofunni færir tattú-sérfræðingar sem hafa fengið stafsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu.

Brúnir

Hægt er að fá heilar eða part inn í brúnir, t.d. þar sem vantar eða eru fá hár. Setjum bæði skugga fyrir þær sem það vilja en vinsælast er að teikna hár HAIRSTROKE bæði með vél en einnig MICRO-BLADING sem er handgert. Þá eru hárin mun fínni. Þetta er hægt að gera þó engin hár séu eða setja inn á milli í gisnar brúnir. Meðferðin kemur fallega út og sést jafnvel ekki að hárin séu teiknuð.

Fyrir og eftir MICRO-BLADING húðflúrun.
Fyrir og eftir MICRO-BLADING húðflúrun.

Augu

Húðflúr í kringum augu (eyeliner) ýmist bæði á augnlok og eða undir augu. Ýmist grannar eða þykkar línur, neðri línan er oft höfð hálfa leið og látin fjara út.

Húðflúr kringum augu.
Húðflúr kringum augu.

Varir

Húðflúr á varir, varalína og eða breikkun á vörum. Einnig er hægt að heillita varir.

Lýti

Hægt er að lagfæra ýmis lýti með húðflúri t.d. setja lit í ör, sem eru of hvít eða lita nýja geirvörtu (í stað húðflutninga) fyrir konur með uppbyggð brjóst.

Allar meðferðirnar eru gerðar í samráði við viðskiptavin bæði um litaval og lögun.
Við erum með mjög góð deyfikrem og eru þetta því tiltölulega þægilegar og sársaukalitlar meðferðir. Microblading húðflúrin fara grynnra í húðina en venjulegt tattú og endast að jafnaði í 2-5 ár, en auðvelt er að skerpa upp öll húðflúr.

IPL er nútíminn

Um er að ræða varanlega háreyðingu með Xenon-leifturljósi sem er örugg, sársaukalaus og fljótleg meðferð (svipað lazer). Vinnur best ef hár eru gróf, dökk og húð ljós. Hægt að nota nánast hvar sem er á líkamanum fyrir bæði konur og karla. „Við erum nýbúin að endurnýja IPL-ljóstæknitækið okkar. Þetta er að virka mjög vel fyrir margar,“ segir Rósa. Þetta virkar þannig að liturinn í hárinu dregur í sig hitann frá ljósinu. Hárið ber hitann niður í hársrót á aðeins sekúndubroti og veldur varanlegri eyðingu á hárfrumum í hársekk. Meðferðafjöldi er 6-10 skipti á 4-8 vikna fresti.

Snyrtimiðstöð er staðsett í Kringlunni 7, 103 Reykjavík.
Opnunartímar: Mánudaga – föstudaga kl. 8.00-18.00
Einungis er tekið á móti tímapöntunum og afbókunum í síma 588-1990.
Netfang: snyrti@snyrtimidstodin.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Snyrtimiðstöðvarinnar eða á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“