fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Íbúar við fjölfarnar götur líklegri til að fá elliglöp

Athyglisverðar niðurstöður umfangsmikillar kanadískrar rannsóknar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2017 07:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingar sem búa nálægt fjölförnum umferðaræðum eiga frekar á hættu en aðrir að þjást af elliglöpum þegar á efri ár er komið. Þetta leiða niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar kanadískra vísindamanna í ljós, en rannsóknin náði til 6,5 milljóna einstaklinga á aldrinum 20 til 85 ára í Ontario, fjölmennasta fylki Kanada. Rannsóknin var framkvæmd á árunum 2001 til 2015.

Skýrar niðurstöður

Af þeim 6,5 milljónum einstaklinga sem rannsóknin náði til þjáðust 243.611 einstaklingar af elliglöpum, til dæmis Alzheimers, á einhverjum tímapunkti meðan rannsóknin stóð yfir, 31.577 þjáðust af Parkinsons-sjúkdómnum og 9.247 þjáðust af MS-sjúkdómnum á einhverjum tímapunkti.
Vísindamenn skoðuðu því næst hvort búseta þessara einstaklinga hefði áhrif á niðurstöðurnar. Sú skoðun leiddi í ljós að þeir sem bjuggu nálægt fjölförnum umferðaræðum áttu frekar á hættu en aðrir að þjást af elliglöpum, en samkvæmt niðurstöðunum hafði búseta engin áhrif á hina tvo sjúkdómanna.

„Það sem þessi rannsókn gefur til kynna er að hættuleg efni berast með blóðinu upp í heila þar sem þau geta valdið sjúkdómum í taugakerfi.“

Þörf á frekari rannsóknum

Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta læknariti The Lancet á dögunum og segja aðstandendur rannsóknarinnar að þótt niðurstöðurnar gefi ýmislegt til kynna sé þörf á frekari rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum var þeim sem bjuggu í innan við 50 metra fjarlægð frá fjölförnum umferðargötum hættara við en öðrum að þjást af elliglöpum. Ekki liggur fyrir hvað það er í umhverfinu sem hefur þessi áhrif, hvort ástæðan sé hávaði eða útblástur þótt færa megi rök fyrir því að hið síðarnefnda eigi frekar við. Mengun vegna útblásturs bíla og annarra farartækja er vaxandi vandamál í mörgum stórborgum heimsins.

Tengsl við aðra sjúkdóma

„Rannsókn okkar er sú fyrsta í Kanada sem gefur til kynna að mengun vegna umferðar tengist hættunni á að þróa með sér elliglöp. Við búum yfir þeirri þekkingu úr fyrri rannsóknum að hættuleg útblástursefni eiga greiða leið inn í mannslíkamann,“ segir dr. Ray Copes einn þeirra sem stóðu fyrir rannsókninni í samtali við Medical Daily. Þannig hafi rannsóknir bent til þess að tengsl séu á milli mengunar og sjúkdóma eins og sykursýki auk hjartatengdra sjúkdóma. „Það sem þessi rannsókn gefur til kynna er að hættuleg efni berast með blóðinu upp í heila þar sem þau geta valdið sjúkdómum í taugakerfi.“

Gætu gagnast við skipulag

Copes segir að niðurstöðurnar gætu gagnast yfirvöldum borga um allan heim þegar kemur að skipulagi byggðar og nálægð hennar við fjölfarnar umferðaræðar. Þannig geti borgaryfirvöld tekið með í reikninginn að það byggð sé í öruggri fjarlægð frá mengandi umferð. Það voru vísindamenn við University of Toronto, Carleton University, Dalhousie University, Oregon State University og heilbrigðisyfirvalda í Kanada sem stóðu fyrir rannsókninni.

Helstu niðurstöður

  • Skoðuð var sjúkdómssaga 6,5 milljóna íbúa Ontario á aldrinum 20 til 85 ára. Skoðuð var búseta þessara einstaklinga fimm ár aftur í tímann áður en rannsóknin hófst.
  • Á árunum 2001 til 2012 þjáðust 243.611 af elliglöpum, 31.577 af Parkinsons og 9.247 af MS á einhverjum tímapunkti rannsóknarinnar.

  • Einstaklingar sem bjuggu í innan við 50 metra fjarlægð frá fjölförnum umferðaræðum voru sjö prósentum líklegri til að þjást af elliglöpum en þeir sem bjuggu í 300 metra fjarlægð eða meira frá fjölförnum umferðaræðum.

  • Líkurnar stiglækkuðu eftir því sem fólk bjó lengra frá; engin tengsl voru milli elliglapa og þeirra sem bjuggu í 200 metra fjarlægð eða meira frá fjölförnum umferðaræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni