fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Heimsbílar: Fagmennska og reynsla í sölu notaðra bíla

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. janúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum mikla reynslu hér á Heimsbílum. Ég hef unnið við bílasölu frá árinu 1998 og félagi minn, Garðar, frá árinu 2006. Við höfum einnig báðir starfað hjá stóru bílaumboðunum. Við erum báðir löggiltir í greininni. Við tókum við Heimsbílum í apríl 2009. Hérna seljum við bíla fyrir aðra, einstaklinga, bílaleigur og bílaumboðin. Við flytjum hins vegar ekki inn sjálfir. Mín grunnhugsun er sú að ef þú ert með bílasölu þá ertu að selja fyrir aðra. Ef þú flytur sjálfur inn bíla ertu farinn að selja fyrir sjálfan þig og kominn í samkeppni við þá sem skaffa þér brauðið. Við forðumst það.“

Þetta segir Tryggi B. Andersen hjá bílasölunni Heimsbílar sem hann rekur ásamt félaga sínum, Garðari Smárasyni. Heimsbílar eru til húsa að Kletthálsi 2, 110 Reykjavík. Heimsbílar bjóða upp á mikið úrval af notuðum bílum á löngu verðbili. „Dýrasti bíllinn sem ég hef selt hérna var yfir 24 milljónir og við erum með töluvert af dýrum bílum hér, t.d. Range Rover, BMW og Mercedes Benz. Síðan eru þetta bílar alveg niður í 3-400 þúsund. Hins vegar erum við með ákveðnar gæðakröfur, bílar þurfa að vera hreinir og í lagi. Þannig að þó að við bjóðum upp á mjög ódýra bíla reynum við að tryggja lágmarksgæði,“ segir Tryggvi.

VW Golf trendline united. Árgerð 2006, ekinn 145 Þ.km, bensín, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 990.000
VW Golf trendline united. Árgerð 2006, ekinn 145 Þ.km, bensín, sjálfskiptur 6 gírar. Verð 990.000

Hann segist álíta að sala í notuðum bílum hafi að mestu staðið í stað síðan árið 2009. Hins vegar hafi hún síðustu árin færst meira yfir í nýlega og dýrari bíla.

Í boði er fjármögnun upp á allt að 1,5 milljón í gegnum pay.is og 1 milljón með VISA. Ýmis önnur fjármögnun kemur til greina: „Það er í rauninni öll fjármögnun í boði nema skuldabréf og víxlar, það er búið,“ segir Tryggvi.

Heimsbílar selja bíla fyrir einstaklinga, bílaleigur og mörg af stóru bílaumboðunum, og fyrirtækið kappkostar að þjónusta vel bæði þá sem það selur bíla fyrir og bílakaupendur. Tryggvi segir að salan sé nokkuð jöfn yfir árið með ákveðnum sveiflum þó: „Oft eru tveir til þrír mánuðir rólegir og síðan rífandi gangur í aðra tvo til þrjá mánuði. Það er hins vegar ekki fyrirsjáanlegt hvenær ársins þessi tímabil eru. Afgangurinn á árinu er síðan nokkuð jafn í sölu.“

BMW X1 xdrive 18d. Árgerð 2016, ekinn 20 þ.km, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 5.450.000.
BMW X1 xdrive 18d. Árgerð 2016, ekinn 20 þ.km, dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð 5.450.000.

Tryggvi segir að starf bílasala sé annasamt og henti bara þeim sem hafi ástríðu fyrir bílum. „Það þarf að huga að mörgu, sjá til þess að bílar séu gangfærir og þrífa þá. Það er gaman að geta sinnt starfi sem maður hefur ástríðu fyrir og getur brauðfætt sig af. Hins vegar fer enginn út í bílasölu til að verða moldríkur, það eru ekki forsendur til þess. Þetta er ástríða. Menn geta haft ágætis laun í þessu en þeir verða ekki ríkir.“

Frekari upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðunni heimsbilar.is, uppýsingar um úrval, söluþóknun og fleira. Hér með greininni eru síðan myndir og upplýsingar um áhugaverða bíla sem eru til sölu núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“