Á tímabilinu 15. janúar til 28. febrúar standa yfir Smurdagar hjá Betra gripi, Guðrúnartúni 4. Veittur er 15% afsláttur af vinnu og efni og því kjörið að koma með bílinn í smurningu í Betra grip á þessu tímabili. Einnig eru góðir afslættir af vörum á borð við rúðuþurrkur og sumar tegundir hjólbarða.
Betra grip er í senn smurstöð, dekkjaverkstæði og sinnir smáviðgerðum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hágæðavörur og má þar nefna Havoline-smurolíur, Exide-rafgeyma og Oximo-þurrkublöð.
Betra grip ehf. var stofnað árið 2005 sem þjónustuaðili og heildverslun með Bridgestone hjólbarða. Árið 2013 keypti Betra grip Smur,- bón- og dekkjaþjónustuna og flutti alla sína starfsemi að Guðrúnatúni 4.
Betra grip er með gott úrval hjólbarða og er umboðsaðili fyrir Bridgestone sem það selur bæði í heildsölu og smásölu. Bridgestone framleiðir hjólbarða í öllum stærðum og gerðum undir fjórum merkjum, Bridgestone, Firestone, Seiberling og Bandag. Úrvalið nær allt frá vönduðum fólksbíladekkjum upp í stór og sterk vinnuvéladekk. Þá ber að nefna Blizzak loftbóludekkin frá Bridgestone, heilsársdekk sem henta afar vel við íslenskar aðstæður. Þau eru mjög hljóðlát, míkróskorin og þægileg í öllum akstri, ásamt því að vera frábær dekk í snjó og hálku.
Betra grip leggur áherslu á þekkingu og fagmennsku við þjónustu við bíleigendur. Starfsmenn fyrirtækisins eru með allt að 30 ára reynslu og þekkingu á sviði hjólbarða og smurþjónustu og ráðleggja viðskiptavinum af kostgæfni við val á hjólbörðum, heppilegum smurolíum, rúðuþurrkum og öðrum viðhaldsvörum.
Betra grip er sem fyrr segir staðsett að Guðrúnartúni 4. Opið er virka daga frá kl. 8 til 17. Síminn er 533 3999, netfang er betragrip@betragrip.is og vefsíða er betragrip.is.