fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
FókusKynning

Missti kærustuna og ófætt barn í hörmulegu bílslysi: Skrifaði hjartnæma áminningu um að taka engu sem sjálfsögðum hlut

Kylee Bruce var komin 18 vikur á leið þegar hún lést af slysförum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið getur stundum verið skelfilega ósanngjarnt. Það fékk ung fjölskylda að reyna fimm dögum fyrir jól þegar Kylee Bruce, 24 ára kona, lést í hörmulegu umferðarslysi í Oregon í Bandaríkjunum.

Kylee var trúlofuð sínum heittelskaða, Brandon Forseth, en Kylee og Brandon ætluðu að verja jólunum saman í borginni Bend í Oregon. Það sem enginn vissi, nema vitaskuld Kylee og Brandon, var að Kylee var ólétt þegar slysið varð, komin 18 vikur á leið.

Kylee og Brandon höfðu ætlað að bíða með að tilkynna sínum nánustu ættingjum og vinum að þeirra fyrsta barn væri væntanlegt þar til Kylee væri gengin tuttugu vikur. Þá ætluðu þau að vita kynið og tilkynna ættingjum um leið. Voru þau að skipuleggja skemmtilegt myndband sem átti að sína tilkynninguna.

Brandon skrifaði langa og hjartnæma færslu á Facebook um kærustu sína og ófætt barn daginn eftir slysið og hefur færslan vakið gríðarlega athygli. Færslan er ágæt áminning um að taka engu sem sjálfsögðum hlut. DV birtir hér brot úr færslunni í lauslegri þýðingu:

Bréf Brandons

„Þú lést mig lofa að ég myndi ekki segja neinum að við ættum von á barni fyrr en við vissum kynið. Við ætluðum að gera skemmtilegt myndband og sýna öllum það. Þú varst komin 18 vikur á leið með okkar fyrsta barn. En ég missti ykkur bæði þetta kvöld. Jafnvel þó ég hafi aldrei hitt barnið mitt, var ástin sem ég bar í brjósti til þess ólík öllu öðru sem ég hef nokkru sinni kynnst – að hlusta á hjartsláttinn í fyrsta sinn, skoða sónarmyndirnar á ísskápnum og dást að litla lífinu sem óx og dafnaði inni í þér.

„Ég gat ekki beðið eftir að verða faðir og fannst það forréttindi að þú yrði móðir barnsins okkar. Þú hefðir orðið besta móðir í heimi, Ky. Þú gerðir mig svo hamingjusaman, þú varst mín framtíð.“

„Mér þykir fyrir því að ég sé að brjóta þetta loforð sem ég gaf þér og tilkynna um barnið fyrr en áætlað var. En ég var svo stoltur af þér og vildi að allir vissu hversu umhugað þér var um barnið og hversu vel þú hugsaðir um sjálfa sig. Ég fann hlýjuna frá þér og vissi að ég þyrfti að standa mig fyrir þig og barnið og passa ykkur. Ég gat ekki passa ykkur í gærkvöldi. Ég hefði átt að fara með þér til Bend eins og þú baðst mig um og kannski hefðu hlutirnir æxlast á annan veg. Við búum í flóknum og grimmum heimi, heimi sem ákveður að taka þig í burtu. Ef ég gæti myndi ég vilja deyja frekar en þú. Ég myndi ekki hika í eina sekúndu.“

„Ég lofa að halda áfram að vera sá maður sem þú féllst fyrir. Ég lofa að ég muni gera eitthvað stórkostlegt, ég lofa að þú verður stolt af mér, ég lofa að taka engu sem sjálfsögðum hlut aftur og ég lofa að segja fólki hversu vænt mér þykir um það, oft og mörgum sinnum. Ég vildi að ég hefði sagt það við þig áður en þú lagðir af stað. En í hjarta mínu veit ég að þú vissir það.“

„Þessi jól áttu að verða þau bestu. Núna sit ég og horfði á fyrsta jólatréð okkar, tré sem við fundum og hjuggum í sameiningu. Undir trénu er allt fullt af gjöfum frá þér til mín – fallega innpakkaðar. Það er engin gjöf frá mér til þín vegna þess að ég var ekki búinn að pakka þeim inn. Ég var samt búinn að kaupa gjafir til þín og veit að þér hefði líkað þær.“
„Ég sakna þín svo mikið, Ky. Ég hef alltaf getað lagað það sem bjátar á og verið lausnamiðaður. En núna veit ég ekki hvað ég á að gera. Ég er bjargarlaus og bíð enn eftir því að þú gangir inn. Ég elska þig svo mikið og veit að þú verður besta móðirin á þeim stað sem þú ert á núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“