fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Ertu myglaður?

Líkami okkar glímir stöðugt við sveppi – Til eru margar tegundir sem geta valdið óþægindum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Guðmundsson læknir skrifar:

Mikil umræða hefur verið um myglu upp á síðkastið og iðulega er hún tengd við rakaskemmdir í húsnæði og vöxt sem getur skapast í kjölfar þessa. Margir kvarta um einkenni þessu tengd og er okkur ákveðinn vandi á höndum því það getur verið afar flókið að staðfesta að um slíkt sé að ræða og eru ekki til neinir fastmótaðir verkferlar í raun og veru. Það er staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum eru tækifærissinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræðum, ónæmiskerfið og hin eðlilega bakteríuflóra heldur sveppunum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hreinlega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum.

Margar tegundir sveppa

Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mismunandi vanda, þeirra algengastur og sennilega best þekktur er Candida sem veldur þrusku í munni, sýkingum í og á kynfærum, í fellingum húðar, á bleyjusvæði barna og í nöglum svo dæmi séu tekin. Í alvarlegri tilvikum getur þessi sveppategund sýkt innri líffæri og komist í blóðrásina með ófyrirséðum afleiðingum. Alvarlegar sveppasýkingar sem við óttumst sérstaklega, hjá þeim sem glíma við HIV sjúkdóm, krabbamein, líffæraþegum eða eru ónæmisbældir af einhverjum orsökum, eru einnig vel þekktar og útheimta öfluga meðferð greinist þær hjá slíkum einstaklingum.

Veruleg óþægindi

Þeir sveppir sem eru í umhverfi okkar og í samhengi við raka geta valdið verulegum óþægindum einnig eins og við höfum fylgst með í umræðunni undanfarin ár með sveppasýkt húsnæði. Þar er um að ræða samspil raka, óþols, ofnæmis og svo eiturefna sem sveppurinn gefur frá sér. Einkenni geta verið margvísleg, en algengast er að þau komi fram í loftvegum, slímhúð, húð og svo eru mjög mörg einkenni sem fólk tengir við þennan vanda sem erfitt getur reynst að staðfesta en geta tengst eituráhrifum. Enn aðrar tegundir sveppa sem herja á okkur mannfólkið eru dermatophytar sem fyrst og fremst sýkja húðina og neglur og valda klassískum breytingum á nöglinni með þykknun og litabreytingu hennar.

Margir glíma við sýkingu

Það er því ljóst að sveppir eru allt í kringum okkur og við finnum mismikið fyrir þeim. Þá getur verið erfitt að eiga við vandann. Hér á landi er mjög algengt vandamál hjá einstaklingum að glíma við naglasveppi. Tíðnin virðist meiri, eftir því sem næst verður komist, en víðast erlendis og helgast hugsanlega af samsetningu vatnsins hér, mikilli sundlaugarmenningu og mögulega því að sjaldan gefast tækifæri til að ganga í opnum skóm. Undirliggjandi sjúkdómar eins og sykursýki og útæðasjúkdómar geta ýtt undir slík vandamál. Af öllu þessu má ráða að margir glíma við sveppasýkingu, því er hægt að segja að nú þegar glíman hefur færst í auknum mæli að umhverfi okkar flækist verkefnið að greina og meðhöndla einstaklingana. Það er því ekkert grín að vera myglaður ef svo mætti að orði komast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni