Góð samvinna við viðskiptavininn lykilatriði
Eitt af því sem skiptir miklu máli í vel heppnaðri veislu eru fallegar skreytingar sem gjarnan eiga stóran þátt í að skapa rétta stemningu sem hæfir tilefninu. Blómaverslunin Árbæjarblóm hefur sérhæft sig í skreytingarþjónustu fyrir hin ýmsu tilefni. Eigandi verslunarinnar er Helga Marta Helgadóttir en hún leggur mikla áherslu á góða samvinnu við viðskiptavininn sem er lykilatriði að vel heppnaðri útkomu.
„Við tökum að okkur skreytingar fyrir alls konar veislur, brúðkaup, skírnir, fermingar, útfarir – hvað sem til fellur. Þegar fólk undirbýr veislu kemur það gjarnan til okkar með ákveðnar hugmyndir sem við reynum útfæra í góðri samvinnu við viðskiptavininn. Við förum jafnvel í salinn, skoðum okkur um og komum með hugmyndir á móti um hvernig hægt er að vinna verkefnið. Ef við erum að skreyta sal förum við alltaf á staðinn ef við höfum ekki komið þangað áður,“ segir Helga.
Ljóst er að þessi ólíku tilefni krefjast færni í að skreyta sali á mjög ólíkan hátt eða eftir tilefninu hverju sinni. „Líka að hlusta alltaf vel á viðskiptavininn og hvaða væntingar hann hefur,“ segir Helga og bætir við að Árbæjarblóm sinni fyrirtækjaþjónustu líka í sívaxandi mæli: „Við sinnum fyrirtækjum mikið enda erum við þannig staðsett að við erum með gríðarlega mörg fyrirtæki í kringum okkur. Þetta eru gjarnan árshátíðir en líka ýmis önnur tilefni hjá fyrirtækjum, stór og smá.“
Árbæjarblóm er staðsett að Hraunbæ 102, 110 Reykjavík. Síminn er 567-3111. Heimasíðan er arbaejarblom.is. Verslunin er opin mánudaga til laugardaga frá 10 til 19 og sunnudaga frá kl. 11 til 18.
Helga segir algengast að fólk komi beint í verslunina til að panta skreytingarþjónustu. Margir hringja þó á undan sér í síma 567-3111 til að gera boð á undan sér enda gott að finna tíma til að setjast niður með viðskiptavininum og ræða málin vandlega.