fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Trúður ógnar táningum – Fersk endurgerð á sögu King

Bíódómur: It

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. september 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin It er byggð á samnefndri bók Stephen King sem kom út árið 1968 og er myndin sú fyrri af tveimur. Árið 1990 kom It út sem fjögurra klukkustunda minisería á tveimur myndbandsspólum.

It fjallar um sjö ungmenni í bænum Derry í Maine, sem hræðast samnefnda veru, sem birtist þeim í líki trúðsins Pennywise og þurfa þau að horfast í augu við eigin ótta ef þeim á að takast að sigrast á trúðinum. Foringi vinahópsins er Bill Denbrough (Jaeden Wesley Lieberher), en yngri bróðir hans Georgie hvarf einn rigningardag í byrjun myndarinnar. Vinahópurinn kallar sig Aulana (The Losers Club) og þurfa þau nær daglega að glíma við einelti og ofbeldi af hálfu eldri drengjahóps, sem Henry Bowers (Nicholas Hamilton) stýrir af harðstjórn. Bill Skarsgård leikur trúðinn Pennywise, eftirnafnið er heimsþekkt, faðir hans er leikarinn Stellan Skarsgård og þrír albræður Bill eru einnig leikarar.

Bræðurnir Georgie og Bill búa til bát.
Bræður búa til bát Bræðurnir Georgie og Bill búa til bát.

Meistari King

Stephen King er einn afkastamesti rithöfundur okkar samtíðar og hann hefur hrætt líftóruna úr lesendum sínum alveg frá því hann gaf út sína fyrstu bók, Carrie árið 1974. Kvikmyndaframleiðendur uppgötvuðu fljótlega töfra eða réttara sagt hrylling bóka hans og fyrsta myndin Carrie, kom út árið 1976. Flestar bóka King hafa verið kvikmyndaðar eða gerðar að sjónvarpsseríum.

Það væri áhugavert að banka upp á í kolli King og jafnvel dvelja þar um stund, því eitthvað stórfurðulegt hlýtur að gerast þar alla daga miðað við sögurnar sem rata á blað. En fyrir þá sem halda að King skrifi bara skrýtnar bækur um eitthvað yfirnáttúrulegt og óraunverulegt, þá er alls ekki svo. Hann er til dæmis höfundur Shawshank Redemption, sem flestir eru sammála um að sé ein af bestu sögum/kvikmyndum allra tíma og Misery.

Og ekkert lát er á sögum King hvort sem er á prenti, hvíta tjaldinu eða sjónvarpsskjánum og sem dæmi má nefna þá eru It og Dark Tower sýndar í kvikmyndahúsum, The Mist og Mr. Mercedes fást á Netflix og bókin End of Watch kom út á síðasta ári, og næsta Sleeping Beauties, sem hann skrifar með syni sínum Owen, kemur út núna í lok september.

Georgie hittir trúðinn Pennywise.
Hittir trúðinn Georgie hittir trúðinn Pennywise.

Ungir leikarar standa sig stórvel

Það er hópur ungra og misþekktra leikara sem skipa aðalhlutverkin í It. Öll eru þau hvert öðru betra, en mest mæðir á Lieberher í hlutverki Bill. Er líklegt að við eigum eftir að sjá flest þeirra í fleiri myndum í framtíðinni. Það er athyglisvert að börnin virðast öll koma af brotnum heimilum, foreldrarnir eru ýmist ekki til staðar eða beita börn sín ofbeldi. Þrátt fyrir að börnin séu mörg og myndin aðeins rúmir tveir tímar, þá gefst nægur tími til að kynnast bakgrunni þeirra flestra, án þess að það sé gert í smáatriðum og nær áhorfandinn því að kynnast og fá samúð með þeim. Verður það að teljast nokkuð gott þar sem bók King er um 1200 bls. og erfitt að koma miklu efni fyrir í tveimur myndum.

Ólíkt Dark Tower þá er It að fá fína dóma erlendis og eru þeir verðskuldaðir, fyrst og fremst fyrir leikarahópinn og fyrir að vera sönn sögu King. Börnin eiga hvert og eitt sína sögu, sem hefur áhrif á hver þau eru og hvernig þau koma fram við aðra, bæði góðu börnin og vondu börnin. Trúðurinn er síðan mátulega hræðilegur. Hinsvegar er myndin ekki „ekta“ hryllingsmynd eða hryllingsmynd sem hefur þann eina tilgang að hræða mann sem oftast, eins og maður gæti haldið af stiklunni að dæma, myndin er frekar í takt við Stand by me og slíkar myndir, mynd sem fjallar um þetta bil milli barnæsku og fullorðinsára, þegar við lærum að lífið er ekki bara leikur og allir góðir, að við verðum að horfast í augu við það sem hræðir okkur og að saman sigrumst við frekar á því en sundur. Myndin skilar vel sögu King og telst ein af betri endurgerðum bóka hans.

Vinahópurinn þarf að standa saman ef þau eiga að ráða niðurlögum trúðsins.
Þurfa að standa saman Vinahópurinn þarf að standa saman ef þau eiga að ráða niðurlögum trúðsins.

Yngri áhorfendur (myndin er þó alls ekki fyrir börn) halda örugglega einhverjir að framleiðendur og/eða King sjálfur hafi stælt sjónvarpsþættina Stranger Things, þar sem þættirnir auk myndarinnar It, fjalla um vinahóp drengja, sem kynnast einni stúlku, þau fara í einhvers konar leiðangur þar sem hættur verða á vegi þeirra og fullorðnir eru hálfgerðar aukapersónur eða uppfyllingarefni. Líkindin eru jafnvel enn meiri þar sem einn drengjanna er leikinn af Finn Wolfhard, sem leikur einmitt eitt aðalhlutverkana í Stranger Things. Því er þó alveg öfugt farið því höfundar Stranger Things sækja innblástur sinn að mestu leyti til níunda áratugarins og þar á meðal í smiðju Stephen King.

Niðurstaða: It er sönn sögu King, með hópi ungra leikara sem standa sig stórvel í hlutverkum sínum. Skelltu þér í bíó og leyfðu trúðinum Pennywise að hækka púlsinn hjá þér, taktu bara einhvern með þér, það er svo miklu betra að kreista lærið eða öxlina á einhverjum öðrum.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=xKJmEC5ieOk?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Kvikmyndin It er komin í sýningar í Sambíóunum.

Sjá einnig: Breytti þriggja ára bróður sínum í Pennywise

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“