Kaffi Duus, Duusgötu 10, Keflavík, er einn vinsælasti matsölustaðurinn á Suðurnesjum. Þar verður mikið um að vera á Ljósanótt, frábær matur, skemmtikraftar og dansinn dunar í tjaldi fyrir utan staðinn.
Þetta byrjar fimmtudaginn 31. ágúst en þá verður hádegishlaðborð frá kl. 11 til 15 og kvöldverðarmatseðill frá 18 til 22. Tjald verður fyrir utan staðinn og verða léttar veitingar í tjaldinu. Opið verður frá 22 til 01.
Föstudaginn 1. september verður hádegisblaðborð frá 11 til 15 og kvöldréttamatseðill frá 18 til 22. Um kvöldið verður dansleikur og verður það hljómsveitin Króm sem leikur fyrir dansi. Tjaldið verður uppi og mun hljómsveitin Feðgarnir halda uppi stuðinu í tjaldinu með söng og gleði. Þar verða einnig léttar veitingar í boði.
Frítt er inn á dansleiki og tjaldskemmtun í Kaffi Duus á föstudags- og laugardagskvöld
Rólegri stemning verður á sunnudeginum en þá er að vanda veglegt hádegishlaðborð frá 11 til 15. Kaffihlaðborð verður frá 15 til 17 og eftir það tekur kvöldverðarseðillinn við.
Fyrir marga er stund á Kaffi Duus ómissandi hluti af Ljósanótt og ávallt frábær stemning þar. Borðapantanir eru í síma 41 7080 eða með tölvupósti á duus@duus.is.
Kaffi Duus var opnað 26. nóvember 1998. Það byrjaði sem lítið kaffihús með sæti fyrir 30 manns og var boðið upp á grillmat og aðra smárétti. Húsið er staðsett við gömlu Duus-húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina: Bergið og smábátahöfnin fyrir neðan, sjórinn og fjallasýn í fjarska ef vel viðrar. Þegar dimmir er bergið sem liggur við höfnina upplýst.
Árið 2000 var bætt við 65 sæta hliðarsal með góðu gluggaútsýni yfir smábátahöfnina og bergið. Salurinn hefur notið gríðarlegra vinsælda.
Í janúar 2008 var svo tekinn í notkun nýr salur sem rúmar 65 manns, ásamt fundaraðstöðu á efri hæð með sæti fyrir 30 manns, svo alls getur staðurinn tekið á móti 180 manns í sæti.
Hægt er að vera með allt að þrjá mismunandi hópa í húsinu á sama tíma vegna heppilegrar skiptingar hússins. Umhverfis húsið er stór og mikil verönd þar sem gestir geta snætt á góðviðrisdögum.