fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Með þessari einföldu aðferð geturðu bætt skap þitt svo um munar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef við erum niðurlút eða okkur líður illa, af einhverjum ástæðum, skiptir máli að rífa sig upp og koma sér í betra skap. En hvað getum við gert til að okkur líði betur?

Nýlega framkvæmdu tveir sálfræðingar við The Iowa State University áhugaverða rannsókn þar sem markmiðið var að leggja mat á kosti þess að ganga. Niðurstöðurnar voru á þá leið að það bætir skap okkar að labba og skiptir þá í raun engu hvar við gerum það, hvers vegna við gerum það, með hverjum eða hvaða áhrif við teljum það hafa á okkur.

Rannsóknin var í raun þrískipt en nokkur hundruð háskólanemar á fyrsta námsstigi tóku þátt í henni. Fyrsta rannsóknin af þremur var tvískipt. Í henni var einn hópur látinn ganga í tólf mínútur, ýmist utandyra um háskólasvæðið eða inni í sjálfum skólanum, á meðan hinn hópurinn sat og horfði á myndband af slíkum göngutúrum.

Í annarri rannsókninni voru nemendur látnir ganga en þeim sagt að þeir þyrftu að skrifa tveggja blaðsíðna ritgerð að göngu lokinni. Og í þeirri þriðju var hópi nemenda skipt í þrennt. Fyrsti hópurinn átti að sitja og horfa á myndband frá Saatchi-safninu í London, annar hópurinn átti að standa og horfa á sama myndband og þriðji hópurinn átti að ganga á hlaupabretti og horfa á myndbandið.

Niðurstöðurnar voru nokkuð skýrar. Þeir hópar sem gengu voru almennt séð í betra skapi eða tjáðu betri líðan að göngu lokinni en þeir sem sátu eða stóðu.

Þeir sem stóðu að rannsókninni, sálfræðingarnir Jeffrey Millre og Zlatan Krizan, segja að rannsóknin sé ein sú fyrsta sem sýnir fram á kosti hreyfingar án þess að taka tillit til þátta sem gjarnan eru tengdir við hreyfingu; þátta eins og fá sér ferskt loft, vera úti í náttúrunni og ná markmiðum sem tengjast líkamsrækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“