Heimkaup.is hefur í nokkur ár boðið fólki að fá skóladótið heim að dyrum, töskurnar, pennaveskin, innkaupalistana og allt sem vantar í upphafi skólaárs. Um leið og skólarnir birta innkaupalista fyrir bekkina birtast þeir á Heimkaup.is. Undanfarin ár hafa þúsundir viðskiptavina nýtt sér þetta og Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, vörustjóri skólavara, segir að þeir séu himinsælir með þjónustuna.
„Fólk hefur í mörgu að snúast og metur það mikils að þurfa ekki að fara af stað í einhverju stressi, finna vörurnar, bíða í röðum, finna bílastæði og allt þetta sem fylgir, það eru jú mörgþúsund manns að kaupa skóladótið á sama tíma. Okkar viðskiptavinir kaupa bara skóladótið í tölvunni og fá vörurnar heim sama dag. Fólk sem kaupir skólalistana á Heimkaup.is fær í kaupbæti límmiðaörk með 64 miðum með nafni barnsins og bekk til að merkja dótið. Fólk er bara í skýjunum, við fáum fjöldann allan af tölvupóstum frá fólki sem er ánægt með þessa þægilegu lausn.“
En er ekki aukakostnaður að láta senda dótið heim? „Nei, heimsending er frí ef pantað er fyrir 4.000 kr. eða meira, sama hvar þú býrð á landinu, ekkert smátt letur!“ segir Rakel.
Heimkaup.is er með gott úrval af skólatöskum fyrir öll skólastig. „Við erum með t.d. Explore töskur sem eru vinsælar, flottar töskur á góðu verði með minni tösku fyrir sund- og íþróttaföt. Fyrir eldri bekkina erum við með hina hrikalega flottu Under Armour bakpoka sem hafa slegið í gegn hjá unglingunum, töskur frá Case Logic og flotta bakpoka frá Thule.“
Skólavertíðin er ein stærsta vertíðin á árinu hjá Heimkaup.is. „Í fyrra keyrðum við rúmlega 500 pantanir út á dag á höfuðborgarsvæðinu í skólavertíðinni og eigum von á aukningu í ár. Þetta er vel mögulegt með góðu skipulagi.“ segir Rakel.
Skiptbókamarkaðurinn er byrjaður og Heimkaup.is býður nemendum að ná í bækurnar heim. Nemendur fá inneign á Heimkaup.is sem þeir geta að sjálfsögðu notað til að kaupa hverja þá vörur sem er til á síðunni en þær eru um 32.000 talsins.
Háskólabækur á rafrænu formi fást á Heimkaup.is, hátt í 1000 titlar og fyrirtækið stefnir í að hafa þá mörg þúsund á næstu misserum. Rafbækurnar er hægt að kaupa eða leigja og getur munað mörg þúsund krónum á rafrænu eintaki og því prentaða – svo þetta er eitthvað sem háskólastúdentar ættu að kynna sér vel.
Heimkaup.is er langstærsta íslenska vefverslunin og hefur það fram yfir erlendar vefverslanir að viðskiptavinir fá vörunar heimsendar samdægurs og ekkert mál er að skila eða skipta. Heimsending er frí ef pantað er fyrir 4.000 kr. eða meira. Þannig getur fólk pantað fyrir hádegi og fengið vöruna heim eða í vinnuna fyrir kl. 16:00 sama dag!