Eyjavík er með allt fyrir Þjóðhátíð, nema matinn
Það er Þjóðhátíð og þú ert komin/nn á tjaldstæðið með tjaldið, farangurinn, vinina og góða skapið. En svo kemur á daginn að það er alls ekki allt í töskunni sem átti að vera þar. Tjaldhælarnir urðu eftir á borðstofuborðinu, flíspeysan varð eftir í þvottakörfunni á Framnesveginum, vasaljósið var víst í hinni töskunni, gúmmítútturnar leka og svo framvegis. Þá er nú eins gott að í Eyjum er að finna útivistarverslunina Eyjavík sem selur allan helsta útivistarfatnað; bakpokana, brúsana, gönguskóna, sandalana og stuttbuxurnar, sem nauðsynlegur er fyrir þægilega útilegu og útiveru. Þar fást líka hlý ullarnærföt og annar funheitur fatnaður sem gott er að smokra sér í þegar sönglað er með Brekkusöngnum.
Eyjavík ehf. er lítið fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Grétu og fjölskyldu hennar. Síðan 2002 hefur fyrirtækið flutt inn alls kyns vinnufatnað, vinnuvettlinga, sjófatnað o.fl. Í versluninni Eyjavík á Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum fæst, ásamt innflutta varningnum, ýmis fatnaður á börn og fullorðna á mjög hagstæðu verði. „Ég þá þrjú börn og sá yngsti er 12 ára. Á Þjóðhátíð vinna allir í búðinni enda er brjálað að gera. Þetta er eiginlega eins og jólin,“ segir Gréta. Opið er alla helgina til sex en lokað er á mánudeginum, frídegi verslunarmanna.
Þess má geta að ólíkt því sem margir halda um verslunarmenn í Eyjum á Þjóðhátíð, þá hækkar verðið ekki í Eyjavík yfir hátíðina. Þvert á móti er 30–70% afsláttur í búðinni á ýmsum nauðsynjavörum. „Það spáir líka blíðskaparveðri í ár, en það er alltaf hætta á rigningu eða smá skúrum. Við sem búum á Íslandi þekkjum okkar veðurfar. Það er nefnilega sjaldan sem veðrið lætur Veðurstofu segja sér hvernig það á að vera,“ segir Gréta.
Hvað er þó Þjóðhátíð án skransins? Í Eyjavík fæst allt hið helsta skran og skraut til að skreyta sig með í dalnum. „Þá er um að gera að gera sér smá ferð inn í bæ og fjárfesta í glingri. Það er svo gaman að vera skrautlegur innan um allt þetta skemmtilega fólk. Það má allt á Þjóðhátíð, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Glingrið gleður bara,“ segir Gréta.
Eyjavík er staðsett í Baldurshaga að Vesturvegi 5 í Vestmannaeyjum.
Opið yfir verslunarmannahelgina 3.–6. ágúst. Föstudag 10–18. Laugardag og sunnudag 13–18.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Eyjavíkur eyjavik.is og á Facebook-síðunni.