Fasteignasala Reykjavíkur veitir merkilega þjónustu fyrir fasteignaeigendur á vefnum minuta.is. Þar er hægt að fá með litlum fyrirvara og lítilli fyrirhöfn upplýsingar um líklegt verðmæti fasteignar. Þetta gerist með rafrænum hætti eftir innslátt á einföldum upplýsingum. Björn Þórir Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri Fasteignasölu Reykjavíkur útskýrir þetta betur:
„Notandi á vefnum tengist við gagnagrunn okkar sem nær í upplýsingar á borð við húsnúmer og stærð eignar. Þegar notandinn hefur gengið úr skugga um að hann hafi valið réttar upplýsingar fer í gang ferli þar sem hægt er að líta á sambærilegar eignir í skráðum kaupsamningum og kanna verð á þeim. Við reynum að bakka ekki of langt aftur í tímann því fasteignaverð er svo breytilegt. Við finnum út meðalverð á sambærilegum eignum og uppreiknum það miðað við vísitölu til að gefa viðkomandi sem nákvæmast verð. En til að fá örugga tölu þarf vissulega að meta þetta nákvæmar. Er t.d. búið að taka íbúðina í gegn eða eru enn upprunalegar innréttingar í gamalli íbúð? Hefur verið skipt um lagnir í húsinu eða gólfefni í íbúðinni? Slíkir þættir hafa vissulega líka áhrif á endanlegt verð og það þarf fyrr en síðar alltaf að taka þá með í reikninginn en fasteignasali verður bara að koma og meta þá. En þetta gefur þér engu að síður hugmynd um hvað mikil verðmæti þú ert með í höndunum.“
Að sögn Björns láta margir nægja þetta rafræna mat á virði eignar sinnar en sumir vilja fá nákvæmara mat og koma löggildir fasteignasalar frá Fasteignasölu Reykjavíkur til þeirra sem þess óska. Þetta hefðbundna fasteignamat er líka gjaldfrjálst.
Fasteignasala Reykjavíkur hefur þá stefnu að veita almenningi eins góða ráðgjöf og upplýsingar um fasteignaviðskipti og mögulegt er. Vefurinn minuta.is er liður í þeirri stefnu.
Að sögn Björns hefur fasteignaverð víða hækkað og sum hverfi eru orðin dýrari en áður: „Í fyrra varð til dæmis mesta hækkunin í Fellahverfi í Breiðholti en það er hverfi sem var oft með lægsta verðið. Það hefur líka orðið hækkun á Völlunum í Hafnarfirði. Dýrustu hverfin eru eftir sem áður Miðbær, Vesturbær og Seltjarnarnes. Einnig eru Garðabær og ákveðin hverfi í Kópavogi í dýrari kantinum.“
Það er um að gera að prófa þjónustuna á minuta.is. Upplýsingar um virði þinnar fasteignar berast eftir örskamma stund.
Fasteignasala Reykjavíkur er til húsa að Skeifunni 17, Reykjavík. Sími er 477 7777. Heimasíða: fr.is