fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Snoker & Pool: Mér líður bara hvergi betur!

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snoker & Pool, Lágmúla 5, Reykjavík, er rótgróið fyrirtæki og hefur verið starfandi síðan 1998. Fyrir nokkrum misserum var frískað upp á útlit staðarins sem jók enn á vinsældir hans og gerði viðskiptavinahópinn breiðari. Núna sækja til dæmis fleiri konur staðinn en gerðu hér áður fyrir og er hann auk þess afar vinsæll vettvangur fyrir hópskemmtanir enda býður hann upp á frábæra aðstöðu fyrir hópa. Til staðar eru átján poolborð og fjögur snókerborð sem bæði einstaklingar og hópar nýta sér:

„Starfsfólk mitt og ég reynum að hafa staðinn þannig að fólk geti komið og slappað af eftir erfiða daga eða bara til að skemmta sér og öðrum. Við fáum mikið af fyrirtækjahópum og margir af þeim koma árlega til okkar enda bjóðum við upp á mjög góða en ódýra skemmtun fyrir hópa,“ segir Brynjar Valdimarsson, eigandi Snoker & Pool.
Þeir sem hafa áhuga á slíkri skemmtun geta sent e-mail á pool@pool.is og fengið tilboð fyrir hópinn. Jafnframt eru námskeið í boði bæði í pool og snóker þar sem Brynjar kennir undirstöðuatriði bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.

Hægt er að panta kennslu í síma 822-1471 hjá Brynjari eða senda tölvupóst á fyrrnefnt tölvupóstfang. Allir í hópnum eru síðan leystir út með klúbbkorti að gjöf.

Geta tekið við mörgum í mat

Brynjar leggur áherslu á að hópar séu sérlega velkomnir á Snoker & Pool og staðurinn henti virkilega vel fyrir hópa til að lyfta sér upp. Snoker & Pool getur tekið á móti stærri hópum en margir gera sér grein fyrir og sem dæmi má nefna að fyrir skömmu kom 80 manna hópur sem þar sem allir fengu sér hamborgara og spiluðu poolmót. Borðapantanir eru í síma 581-1147. Hópar eru jafn velkomnir, hvort sem fólk vill bara fá sér að borða, bara spila eða hvort tveggja.

„Við erum með Klúbbakort þar sem félagsgjaldið er 500 krónur fyrir árið. Kortið veitir bæði afslátt af borðaleigu og veitingum,” segir Brynjar.

„Við reynum að vera eins ódýr og hægt er og því er verðið hjá okkur mjög hagstætt, á bæði drykkjum og mat,“ segir Brynjar.

Eins og áður segir er hægt að kaupa veitingar á staðnum; drykki, smárétti, hamborgara og pítsur.

„Við erum með hamborgara og seljum mikið af þeim enda eru þeir ansi góðir, einnig pítsur frá Italiano sem er í Kópavogi. Þegar við erum með hópa þá getum við pantað frá þeim fyrir hópinn.“

Íþróttir í beinni

„Búið er að koma upp mjög góðri aðstöðu til að horfa á boltann og aðra viðburði. Uppi eru átta flatskjáir og sex skjávarpar sem sjá til þess að allir gestir geti fylgst með. Öll sjónvörpin eru í HD og hægt er að horfa á í 3D,“ segir Brynjar. „Við reynum að sýna frá öllum helstu íþróttaviðburðum þótt fótboltinn sé auðvitað vinsælastur, það myndaðist til dæmis gríðarlega góð stemning í kring um HM í fótbolta í fyrrasumar.“

Hægt er að nálgast frekar upplýsingar um Snoker & Pool á heimasíðu fyrirtækisins www.pool.is eða með því að senda tölvupóst á pool@pool.is.

Opið er sunnudaga til fimmtudaga frá kl. 11.00–01.00, föstudaga og laugardaga frá kl. 11.00–03.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“