Gera góða veislu glæsilega
Rekstrarvörur bjóða upp á eitt mesta úrval landsins af dúkum, servíettum, yfirdúkum, kertum og öðrum borðbúnaðarvörum til að gera fallegt borðhald glæsilegt. Að sögn Einars Kristjánssonar, sölustjóra Rekstrarvara, er fyrirtækið stolt af úrvalinu og persónulegu þjónustunni sem er þess aðalsmerki. Rekstrarvörur eru með stórsniðuga vefverslun á heimasíðu sinni rv.is, og sé verslað fyrir 18.600 krónur eða meira þá fylgir frí sending um land allt.
„Við aðstoðum fólk við val á öllu sem fæst í versluninni og út frá fjárhagslegu svigrúmi hvers og eins. Þarfir og smekkur fólks er mismunandi og við teljum okkur geta sinnt öllum af kostgæfni. Nú er fermingarundirbúningurinn í fullum blóma og Rekstrarvörur eru með það sem til þarf, hvort sem um kaffi- eða matarboð er að ræða. Hjá okkur starfar fagfólk sem getur veitt viðskiptavinum faglega ráðgjöf. Auk þess er starfsfólkið okkar almennt með mikla reynslu og leiðbeinir fólki við valið. Við erum þjónustufyrirtæki, hingað leitar fólk eftir þjónustu sem við veitum af gleði en þú getur líka skoðað þig um í friði ef þú kýst svo.“
„Oft eru það fermingarbörnin sjálf sem velja þema og liti veislunnar sinnar, það skiptir oft meginmáli, en sum taka ekki afstöðu til slíks og láta foreldrana alveg um undirbúning veislunnar. Sumir velja að vera jafnvel með liti sem einkenna uppáhaldsíþróttaliðið, sem getur verið skemmtilegt þema. Það er virkilega gaman að geta boðið upp á svona mikið úrval lita því þá geta allir fundið lit við hæfi. Servíettur eru til í öllum regnbogans litum, misþykkar og í ýmsum stærðum. Við erum einnig með ótrúlegt úrval af smart dúkum og servíettum frá Duni og Tork í fjölda litum, sem gera góða veislu glæsilega. Hjá okkur fást svo vönduð kerti frá Bolsius og auk þess erum við líka með svokölluð rústik kerti – sem eru bæði smart og á mjög góðu verði. Hvítt, svart og grátt eru svo alltaf klassískir litir og við erum einmitt með látlausar gestabækur í svörtu svo hvítu. Það er þægilegt að grípa eina slíka með sér í innkaupunum; allt á einum stað,“ segir Einar.
Einar nefnir að fallegir yfirdúkar setji punktinn yfir glæsilegt veisluborð en það er einnig hægt að leika sér með töff yfirdúka úr flottu efni og með fallegri áferð, og nota sem renninga á borðið eða jafnvel til að pakka inn gjöfum. „Rekstrarvörur eru með allan borðbúnað sem þarf til þess að slá upp veislu, hvort sem um er að ræða fermingarveislu eða huggulega veislu í sveitinni,“ segir hann. „Suma viðskiptavini vantar bara slíkt; þ.e. glös, diska og annað í þeim dúr. Við erum með allt frá góðum vörum á hagkvæmu verði og upp í hágæðavörur. Hér fást t.d. kristalsglös og svo líka flott plastglös, enda vilja sumir bara hafa einnota borðbúnað og henda öllu þegar veislunni lýkur, ekkert uppvask, ekkert vesen! Frauðformin okkar geta verið mjög skemmtileg og handhæg lausn undir t.d. súpur, en það hefur verið mjög vinsælt í veislum hvers konar. Það má segja að þú fáir allt í verslun Rekstrarvara til að gera góða veislu glæsilega – nema matinn.“
Rekstrarvörur til húsa að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík
Verslunin er opin virka daga kl. 8.00–18.00 og laugardaga kl. 10.00–16.00
Sími: 520-6666
Email: sala@rv.is
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Rekstrarvara og á Facebook-síðunni.