Hellishólar bjóða í fermingarveislu
Hellishólar eru ein af gersemum Fljótshlíðarinnar en húsið er staðsett í um tíu kílómetra fjarlægð frá Hvolsvelli, á miðjum Njáluslóðum. Á Hellishólum hefur verið starfrækt ferðaþjónustubýli síðan 1990 en í dag er staðurinn orðinn einn af glæsilegri viðkomustöðum fyrir ferðamenn með ótrúlega fjölbreytta gistimöguleika. Þar er tjaldsvæði fyrir sumargesti, lítil og stór sumarhús, hótel, veitingaskáli og næg afþreying fyrir alla aldurshópa. Víðir Jóhannsson er eigandi og rekstraraðili Hellishóla. Mikið hefur verið um endurbætur síðastliðin ár bæði á húsnæðinu og lóðinni, en 18 holu golfvöllur prýðir nú landareignina. Svæðið er nú í stöðugri sókn. Starfsfólk Hellishóla hefur það að aðalmarkmiði að öllum líði vel meðan á dvölinni stendur og hefur því ávallt augun opin varðandi hvernig hægt sé að gera staðinn að einni helstu paradís á Íslandi.
Hellishólar eiga tvo stórglæsilega veitingasali sem taka allt að 200 manns í sæti. Salirnir henta vel fyrir hvers kyns samkomur eins og fermingar-, afmælis- og brúðkaupsveislur sem og vinnuferðir, fundahöld, óvissuferðir, ættarmót o.fl. Í sölunum er að finna risaskjá og skjávarpa, karókí-kerfi og aðstöðu fyrir trúbador. Salir fást leigðir með eða án veitinga.
Á Hellishólum er rekin háklassa veitingaþjónusta sem býður upp á gómsætan mat og eftirrétti. Þá er hægt að setja saman dýrindis veislur fyrir hvers kyns tilefni. „Það er til dæmis vinsælt að halda fermingarveislur í salnum hjá okkur. Við bjóðum upp á ýmsar lausnir fyrir veisluhlaðborð. Kokkarnir okkar geta gert næstum því hvað sem er og því er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða þegar kemur að veisluhlaðborði. Þá er það eina í stöðunni að hafa samband við okkur og við hönnum með þér ógleymanlega veislu,“ segir Víðir.
Hellishólar eru, eins og áður sagði, vinsæll viðkomustaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn og er þar að finna einn besta veitingastað á Suðurlandi. Þá er boðið upp á dýrindis hlaðborð eða þriggja rétta málsverði sem enginn verður svikinn af. Einnig framreiða barþjónar bæði áfenga og óáfenga gæðakokteila eins og þeir gerast bestir. „Hér hefur verið um þrjátíu prósenta aukning á allri starfsemi á milli ára og erum við gríðarlega stolt af því og vil ég þá þakka sérstaklega góðu og traustu starfsfólki,“ segir Víðir.
Hellishólar eru að Hellishólum, 861 Hvolsvelli.
Sími: 487-8360
Email: hellisholar@hellisholar.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Hellishóla eða á Facebook-síðunni.