fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Falleg mynd er ekki dýr, hún er ómetanleg

Kynning

Ljósmyndastofan Nærmynd kynnir:

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndastofan Nærmynd er um þessar mundir að búa sig undir fermingartímabilið sem kemur með vorinu eins og farfuglarnir. „Hér áður fyrr var oftast myndað á fermingardeginum og við hjónin tókum kannski á móti 20 fermingarbörnum á einum sunnudegi. Þá var þetta heilmikil vertíð og maður gekk hratt og talaði hátt. Nú er öldin önnur sem betur fer. Myndatökurnar eru afslappaðri og oft á virkum dögum. Við gefum okkur að sama skapi meiri tíma til að finna út hvað við viljum gera. Krakkarnir hafa fullt af hugmyndum sem er virkilega gaman að vinna með. Svo förum við gjarnan út og tökum nokkrar myndir. Það er um að gera láta sér detta eitthvað í hug og kýla á það,“ segir Guðmundur Kr. Jóhannesson, eigandi ljósmyndastofunnar Nærmynd.

Mynd: naermynd.is

Fjölskyldan með í fermingarmyndatökuna

„Ég hef lagt áherslu á að fjölskyldan sé alltaf velkomin með í myndatökuna. Það er svo ómetanlegt að hafa ömmu og afa með líka. Fólk áttar sig oft ekki á mikilvægi þess fyrr en það sér myndirnar en segja má að fermingar séu staður og stund til að skrásetja fjölskyldusöguna. Mynd sem ekki er tekin, er ekki til. Og falleg mynd er ekki dýr. Hún er ómetanleg,“ segir Guðmundur.

Bræðurnir í Bæjargili.
Bræðurnir í Bæjargili.

Mynd: naermynd.is

Falleg mynd er ómetanleg

Verðskráin er einföld.
Myndataka með 12 myndum 13×18 cm. kostar 44.000 krónur. Myndirnar eru sendar á lokaða slóð sem þú opnar með lykilorði þar sem þú velur myndirnar. Veljir þú fleiri mismunandi kostar hver mynd 2.000 krónur. Myndirnar sem þú pantar og greiðir fyrir færð þú á tölvutæku formi í góðri upplausn og getur notað að vild.

Mynd: naermynd.is

Nærmynd er staðsett að Laugavegi 178, Bolholtsmegin, Reykjavík.
Sími: 568-9220.
Email: naermynd@naermynd.is.
Fleiri myndir má sjá á ljósmyndaalbúmi Nærmyndar og upplýsingar má finna á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“