fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Er sykur ekki fitandi?

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spurning:

Getur þú útskýrt fyrir mér af hverju við fitnum? Er rétt að fólk myndi ekki fitu úr sykri/kolvetnum (kolhýdrötum), þannig að við fitnum af því að borða fitu en ekki sykur? Ef svo er, eru gosdrykkir þá nokkuð fitandi?

Svar:

Hvort við fitnum eða ekki er fyrst og fremst háð jafnvægi milli heildarorkuinntöku og brennslu hvers einstaklings. Helstu orkugjafar fæðunnar eru fita sem gefur 9 kcal/gr, kolvetni sem gefa 4 kcal/gr og prótein sem einnig gefa 4 kcal/gr.
Mikilvægt er að neyta þessa orkugjafa í réttum hlutföllum og hefur Manneldisráð gefið út leiðbeiningar fyrir almenning þar sem markmiðið er að fituneysla gefi ekki meira en 30% af heildarorku, prótein séu 10–15% af heildarneyslu og kolvetni (sykur) gefi um 55–60% af heildarneyslunni. Sé þessum markmiðum fylgt og heildarorkuneysla fer ekki umfram orkuþörf einstaklingsins fitnum við ekki. Ef við hins vegar neytum meiri orku en líkaminn brennir, hvort sem hún er í formi fitu eða sykurs í fæðinu, geymir líkaminn hana í formi fitu.

Það er miserfitt fyrir líkamann að vinna úr umfram magni af fitu og kolvetnum. Fituna getur hann tekið beint upp og flutt í geymslu. Við það tapast einungis um 5% af orkunni. Kolvetnin þurfa að fara í gegnum margar efnabreytingar til að umbreyta þeim í fitu. Þessar breytingar krefjast mikillar orku og tapast þannig um 25% af orku kolvetnanna. Þegar nægilegt magn er af kolvetnum í fæðinu notar líkaminn þau frekar en fituna í brennslu og fer fitan þá beint í fitugeymslur og við fitnum. Ef minna er af kolvetnum í fæðunni en líkaminn þarfnast til brennslu notar hann fituna úr fæðinu til brennslu. Ef meira er af kolvetnum í fæðinu en líkaminn þarfnast, breytir hann þeim í fitu. Það er því jafn mikilvægt að huga að sykurneyslu og fituneyslu til að koma í veg fyrir að við fitnum.

Í gosdrykkjum er mjög mikið magn af sykri. Þegar við neytum þeirra hækkar blóðsykur og fellur síðan snarlega, þetta hefur neikvæð áhrif á líðan og líkamsstarfsemi og er engum hollt. Auk þess hefur mikil sykurneysla í för með sér tannskemmdir og því mikilvægt fyrir alla að takmarka neyslu á gosdrykkjum.

Kveðja,
Sólveig Magnúsdóttir læknir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni