fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Kynning

Ógleymanleg ævintýri fyrir alla

Kynning

Hjólaðu í Nepal og gakktu Inkaslóðir með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 10:00

Hjólaðu í Nepal og gakktu Inkaslóðir með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir ungir frumkvöðlar stofnuðu ferðaskrifstofuna Íslenska fjallaleiðsögumenn árið 1994 með það að markmiði að fara ótroðnar slóðir með innlenda og erlenda ferðamenn, opna augu fólks fyrir fjallaferðum, stuðla að verndun viðkvæmrar náttúru norðurslóða og að auka gæði og fagmennsku í leiðsögn. Síðan þá hafa Íslenskir fjallaleiðsögumenn þjónustað erlenda ferðamenn og ferðast með þá um hvern krók og kima íslenska hálendisins. Ferðaskrifstofan hefur vaxið og dafnað undanfarin ár, ferðamöguleikum fjölgað og leiðsögumönnum eftir því. Síðustu 20 ár hafa Íslenskir fjallaleiðsögumenn verið með utanlandsferðir til Marokkó og voru jafnframt á meðal þeirra fyrstu til að bjóða upp á ferðir á þann áfangastað. Einnig hefur ferðaskrifstofan hug á að svala þorsta ævintýragjarnra Íslendinga sem vilja ganga og hjóla frægustu slóðir heims. „Það eru óteljandi nýir möguleikar í boði fyrir alla,“ segir Leifur Örn Svavarsson, einn stofnenda ferðaskrifstofunnar.

Horft yfir víðáttuna.
Horft yfir víðáttuna.

Myndarlega Marokkó

„Við erum með töluvert úrval af utanlandsferðum og viljum leggja aukna áherslu á þær. Við höfum boðið upp á ferðir til Marokkó í þónokkuð mörg ár. Mest höfum við verið með gönguferðir en undanfarið hefur úrvalið á ferðamöguleikum þar aukist hjá okkur,“ segir Leifur. Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á fasta níu daga ferð í fyrstu vikunni í október þar sem gengið er í Atlasfjöllunum í Marokkó og meðal annars farið á hæsta tind Norður-Afríku, Toubkal. „Sú ferð er á mjög hagstæðu verði og sívinsæl,“ segir Leifur.

Ævintýraferð í eyðimörkina

„Einnig erum við með fasta ferð til Marokkó um páska sem er sannkölluð ævintýraferð. Ferðin er blanda af léttum göngum og almennum ferðalögum. Farið er inn í eyðimörkina og ýmis landsvæði könnuð,“ segir Leifur.

Ævintýraferð með fjölskyldunni skapar ógleymanlegar minningar.
Ævintýraferð með fjölskyldunni skapar ógleymanlegar minningar.

Fjölskyldan ferðast saman

„Að auki bjóðum við upp á ýmsar sérferðir fyrir einstaklinga og hópferðir fyrir til dæmis fjölskyldur, þar sem farið er til Marokkó að hausti og vori. Í starfi okkar höfum við komið okkur upp góðum samböndum við ýmsa aðila í Marokkó. Þar á meðal erum við í góðum tengslum við leiðsögumenn. Þessir aðilar taka við fjölskylduhópum frá okkur og hanna fyrir þá ógleymanlegt ævintýri. Um er að ræða létta útivist, ferðir á úlfalda og ýmislegt annað skemmtilegt. Fjölskyldurnar hafa verið á öllum aldri og við höfum verið með fólk á aldrinum sjö ára og til sjötugs og allir skemmt sér jafn vel,“ segir Leifur.

Gönguferðin upp í grunnbúðir Everest er ein af fallegustu gönguleiðum í heiminum.
Gönguferðin upp í grunnbúðir Everest er ein af fallegustu gönguleiðum í heiminum.

Ferðamöguleikar um allan heim

„Við erum í mjög góðu sambandi við erlendar ferðaskrifstofur sem veita okkur aðgang að öllum þeim ferðum sem þær eru með og því getum við tæknilega séð boðið upp á ferðamöguleika úti um allan heim. Einnig hafa gönguhóparnir okkar verið að ferðast um allt og myndað þar sambönd sem við getum nýtt okkur. Hingað til höfum við verið að nýta okkur þessi sambönd mjög takmarkað, en nú höfum við hug á að auka töluvert við úrval okkar á utanlandsferðum. Við ætlum að bjóða upp á allar frægustu gönguferðir í heiminum. Meðal annars höfum við farið nokkrum sinnum með fólk upp undir grunnbúðir Everest,“ segir Leifur.

Fjallahjólreiðar er frábær aðferð til þess að kynnast Himalaya fjöllunum.
Fjallahjólreiðar er frábær aðferð til þess að kynnast Himalaya fjöllunum.

Hjólað um Nepal

„Einnig höfum við hug á að bjóða upp á opnar hjólaferðir í Nepal. Annapurna-hringurinn er þar mjög vinsæl hjólaleið og virkilega skemmtileg og falleg leið til þess að kynnast Nepal. Gunnar Örn Svavarsson, bróðir minn, er sterkur hjólreiðamaður og ætlar að vera leiðsögumaður í svona ferð í haust,“ segir Leifur.

Perú á næsta ári

Um páskana er orðið fullt í ferðina til Perú þar sem gengið verður á Inkaslóðir. Um er að ræða eina frægustu gönguleið heims. Þeir sem vilja koma með á næsta ári er bent á að hægt verður að skrá sig. „Ég mæli heilshugar með þessari ferð og hægt er að skrá sig strax í dag í ferð um Inkaslóðir á næsta ári. Við birtum myndir úr þessari ferð á Facebook-síðunni okkar á næstunni og það er um að gera fyrir áhugasama að fylgjast með,“ segir Leifur.

Brattgengið á tindinum.
Brattgengið á tindinum.

Gengin halda áfram

„Við munum halda áfram að vera með fasta gönguhópa sem halda sér í formi með ýmsum gönguferðum og fara jafnframt á hverju ári í utanlandsferðir til mismunandi áfangastaða. Einnig erum við með fjalla- og gönguskíðagengi sem eru þéttir hópar sem fara reglulega á fjöll undir faglegri leiðsögn,“ segir Leifur.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru staðsettir að Stórhöfða 33, Reykjavík.
Sími: 587-9999
Email: info@mountainguides.is
Nánari upplýsingar um ferðir má nálgast á vefsíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna, eða á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“