fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
FókusKynning

Hann er 31 árs en hún 89 ára og þau eru bestu vinir

Chris Salvatore og Norma Cook voru nágrannar – Þegar Norma veiktist bauð Chris henni að flytja inn – Óaðskiljanleg síðan

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska hana, hún er besti vinur minn og ég myndi gera allt fyrir hana,“ segir Chris Salvatore, ungur Bandaríkjamaður, í viðtali við People-tímaritið. Vinskapur hans og 89 ára nágrannakonu hans, Norma Cook, hefur vakið talsverða athygli en Chris og Norma búa saman.

Chris og Norma voru nágrannar þar til fyrir skemmstu að Norma veiktist hastarlega. Hún glímir við hvítblæði og var hún lögð inn á sjúkrahús í tvo mánuði fyrir skemmstu þar sem hún glímdi meðal annars við lungnabólgu. Læknar höfðu sögt Normu að hún ætti ef til vill ekki marga mánuði eftir ólifaða.

Flutti inn

Þegar Norma hafði jafnað sig að mestu var komið að því að senda hana af sjúkrahúsinu en þó með ákveðnum skilyrðum. Læknar sögðu að hún þyrfti að njóta sólarhrings aðstoðar, hún væri einfaldlega ekki nógu heilsuhraust til að búa ein. Chris segist ekki hafa getað hugsað sér að sjá á eftir vinkonu sinni á öldrunarheimili svo hann ákvað að bjóða henni að flytja inn. Norma ákvað að þiggja þetta góða boð og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan og gert ýmislegt saman.

Vinátta þeirra Chris og Normu er ósvikin. Hér eru þau saman á rúntinum.
Miklir vinir Vinátta þeirra Chris og Normu er ósvikin. Hér eru þau saman á rúntinum.

Mynd: Chris Salvatore

Smullu strax saman

Þetta góða samband þeirra Normu og Chris hófst þegar Chris flutti inn í íbúð við hlið hennar fyrir fjórum árum í vesturhluta Hollywood í Kaliforníu. Chris segir að Norma hafi virst vera elskuleg kona og vandi hún sig á að veifa honum út um gluggann þegar hann kom heim úr vinnu eða fór út. „Dag einn spurði ég hana hvort ég mætti koma inn og spjalla. Hún virkaði svo indæl. Hún bauð mér inn og bauð mér kampavín og við smullum strax saman,“ segir hann.

Mynd: Chris Salvatore

Chris kíkti svo reglulega í heimsókn til hennar þar sem þau spjölluðu saman um allt milli himins og jarðar. Þau elduðu einnig stundum mat og borðuðu saman. Svo kom að því að Norma veiktist og þá taldi Chris réttast að bjóða vinkonu sinni að búa með sér. Þannig gæti hann hugsað um hana síðustu mánuðina og veitt henni félagsskap – félagsskap sem hann hefur einnig gaman af.

Manngæska gerir kraftaverk

„Hún segir að ég sé barnabarnið sem hún eignaðist aldrei,“ segir Chris sem sjálfur kveðst líta á Normu sem ömmu sína. Norma skildi við eiginmann sinn fyrir margt löngu, þegar hún var 43 ára, og eignaðist aldrei börn.

„Ég stend í þeirri trú að það að sýna manngæsku geri kraftaverk fyrir mann og græði sár sem jafnvel læknar geta ekki læknað,“ segir Chris sem starfar sem leikari og söngvari. Hann segir að lærdómurinn af vinskap hans og Normu sé ef til vill sá að fólk eigi að vera opið fyrir því að kynnast nýju fólki, og jafnvel þó aldursmunurinn sé mikill geti fólk alveg átt samleið.

„Ég held, almennt séð, að fólk megi vera opnara gagnvart ókunnugum, til dæmis nágrönnum sem við fyrstu sýn virðast kannski vera öðruvísi en þú. Norma kenndi mér það og ég vil að aðrir læri það líka. Góðmennska og manngæska græða sár, við erum öll saman á þessari plánetu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr