Eyjatónlist færir stemningu Þjóðhátíðar í Hörpu
Sjötta árið í röð er blásið til stór glæsilegra Eyjatónleika í Hörpu, þar munu tónleikagestir fá að njóta menningararfs Eyjatónlistarinnar. Tónlistar sem hefur að langmestu leiti orðið til í kringum Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þjóðhátíðarlögin munu spila stóran sess í þessum mögnuðu tónleikum en að sjálfsögðu verður komið víðar við, enda af nægu að taka. Þjóðhátíðarlögin vekja upp margar yndislegar minningar, því þeir sem hafa komið í Eyjuna fögru á Þjóðhátíð kunna allir lag þeirrar þjóðhátíðar sem þeir eiga góðar minningar frá.
Eyjamenn og vinir þeirra munu flykkjast í Eldborgarsal Hörpu á eitt glæsilegasta árgangs- og ættarmót í Evrópu. Eyjatónleikarnir eru nú haldnir sjötta árið í röð í kringum 23.janúar og hefur selst upp á alla tónleika hingað til.
Ekki láta þig vanta á þetta einstaka kvöld í Hörpu. Vertu með okkur, rifjaðu upp með okkur gamlar og góðar gæðastundir og gleymdu þér með okkur í söng og gleði. Já, „melódíur minninganna“ – það er bara varla til nokkuð betra. Eyjatónleikarnir eru ómissandi liður hjá Eyjamönnum og vinum þeirra og er miðasala nú í fullum gangi á harpa.is
Einvalalið stór söngvara kemur fram en það eru þau: Páll Rósinkranz, Ragnar Bjarnason, Stefanía Svavarsdóttir, Eyþór Ingi, Einar Ágúst, Sara Renee Griffin, Elín Harpa Héðinsdóttir, Kristján Gíslason, Alma Rut og Karlakór Vestmannaeyja.
Stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar skipa: Eiður Arnarsson, Birgir Nielsen, Kjartan Valdemarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Ari Bragi Kárason og Sigurður Flosason.