fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Þrívíddarsjónvörp gætu heyrt sögunni til

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2017 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir örfáum árum spáðu sérfræðingar því að þrívíddarsjónvörp yrðu næsta byltingin í sjónvarpsáhorfi heima í stofu. Ófáir framleiðendur stukku á vagninn og hófu framleiðslu á þessari tegund sjónvarpa, en nú virðist bólan hins vegar sprungin.

LG og Sony hafa bæði staðfest að fyrirtækin muni hætta að framleiða sjónvörp á næsta ári sem styðja þrívíddartæknina. Þessi tíðindi koma eflaust einhverjum á óvart enda sýnir reynslan að stundum getur það tekið nokkur ár að fá markaðinn – og neytendur – til að venjast nýjungum. Staðreyndin er hins vegar sú að Samsung ákvað að hætta að bjóða upp á þrívíddartækni í sínum sjónvörpum á síðasta ári líkt og Phillips.

„Þrívíddartæknin hefur í raun aldrei verið lykilþáttur hjá neytendum þegar kemur að því að kaupa ný sjónvörp,“ segir Tim Alessi, framkvæmdastjóri hjá LG, í samtali við Cnet. Vísaði hann í umfangsmiklar kannanir sem framkvæmdar hafa verið meðal neytenda.

Alessi segir að fyrirtækið muni heldur einbeita sér að þróun HDR-tækninnar (e. High-dynamic-range imaging) fyrir sjónvörp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“