Kröftugt námskeiðhald hjá Dale Carnegie
„Eftirspurnin er alltaf að aukast og jákvætt umtal vinnur með okkur. Það finnst mér gott að upplifa enda er ég hugsjónamanneskja og mér finnst svo mikilvægt fyrir samfélagið í heild að ungt fólk öðlist gott sjálfstraust og sterkari sjálfsmynd. Þá verður samfélagið ríkara.“
Þetta segir Ragna Klara Magnúsdóttir, verkefnastjóri námskeiða fyrir ungt fólk hjá Dale Carnegie Íslandi. Dale Carnegie er með aldursskipt hópnámskeið sem eru þegar farin af stað og eru fyrstu hópar ársins fullbókaðir. En fyrirtækið gerir sér far um að uppfylla vel eftirspurn og laus sæti eru í nokkra hópa á næstunni:
„Yngsti aldurshópurinn er 5. – 7. bekkur grunnskóla og er fyrsta námskeiðið fullt. Við erum næst með námskeið fyrir þann hóp 15. mars; skráning er hafin. Námskeið fyrir 8. – 10. bekk hefst 18. janúar og þar eru bara örfá sæti laus. Þann 8. febrúar byrjar síðan námskeið fyrir 16-19 ára og þar eru enn laus sæti. Það er mikil aðsókn í þeim aldurshópi eins og staðan er í dag og varð námskeiðið uppselt mjög hratt og er það næsta að fyllast. Elsti hópurinn er síðan 20-25 ára, ungt fólk á vinnumarkaði eða í háskóla,“ segir Ragna, en námskeiðin einkennast af fimm meginmarkmiðum:
„1. Efla sjálfstraust. 2. Bæta samskiptafærni. 3. Bæta tjáningarfærni og eiga auðveldara með að tala fyrir framan hóp. 4. Auka leiðtogahæfni. Við leggjum áherslu á að þátttakendur séu leiðtogar í eigin lífi, við erum ekki að einblína á að allir stefni á að verða stjórnendur en það er afar mikilvægt að vera við stjórn í eigin lífi, að þú sért ekki alltaf að sveiflast með hópnum. Það styrkir sjálfsmyndina gríðarlega að vita hver maður er og hvert maður ætlar sér í lífinu. 5. Efla jákvætt viðhorf. Við leggjum þunga áherslu á þetta og þarna förum við inn í það að stjórna streitu og kvíða og að ungt fólk velti sér ekki svona mikið upp úr áliti annarra.“
Hér að neðan eru viðtöl við þátttakendur á námskeiðunum og bendir Ragna á að í þeim komi fram að hópurinn sé þessu fólki mjög mikilvægur „Það er magnað hvað það tekst að mynda mikið traust á stuttum tíma en þjálfararnir okkar eru sérhæfðir til þess og hafa farið í gegnum langt þjálfunarferli einmitt til þess að gera þetta, að geta náð til hópsins á þann hátt að það myndist mikið traust.“
Fyrir utan áðurnefnd námskeið býður Dale Carnegie upp á sérstakt þriggja daga námskeið fyrir ungt fólk sem hefst í lok mars og nær yfir helgi: „Við höfum ekki áður verið með helgarnámskeið fyrir þennan aldurshóp en ætlum að láta reyna á það núna þar sem eftirspurnin er alltaf að aukast frá ungu fólki sem býr úti á landi.“
Jafnframt verða kynningarfundir hjá Dale Carnegie á næstunni. Annars vegar er um að ræða streymisfund á Facebook-síðu Dale Carnegie þriðjudagskvöldið 17. janúar kl. 20. Hinn fundurinn er hefðbundinn fundur í húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11, þriðjudagskvöldið 24. janúar, og er hægt að skrá sig á þann fund með því að hringja í síma 555 7080 eða á á heimasíðunni dalecarnegie.is.
Hægt er að skrá sig í hópnámskeiðin með því að hringja í 555 7080 eða beint á vefsvæðinu dalecarnegie.is.
Emil Árnason 17 ára
Hvenær fórst þú á Dale Carnegie námskeið? Foreldrar mínir skráðu mig án þess að ég vissi og þau þurftu að sannfæra mig til að taka skrefið og skella mér á námskeiðið
Af hverju tókstu ákvörðun um að fara á námskeið? Skemmtilegasta við námskeiðið var að kynnast mismunandi fólki og eignast vini í leiðinni, sá partur af námskeiðinu er í miklum metum hjá mér
Hvað var það skemmtilegasta við námskeiðið? Það var virkilega krefjandi að fyrst og fremst fara á námskeiðið og að mæta í fyrsta tímann, en ef maður kemst yfir það stress taka einungis góðir hlutir við
Hvað fannst þér mest krefjandi? Ég kynntist fullt af nýju fólki í skólanum sem ég hafði aldrei þekkt og eignaðist slatta af nýjum vinum sem í dag ég eyði mikilli samveru með
Hver er stærsti ávinningurinn fyrir þig eftir að hafa klárað námskeiðið? Sjálfstraustið var stærsti ávinningurinn, ég tek eftir því á hverjum degi að ég geri hluti auðveldlega sem ég gat ekki gert áður fyrr, eins og t.d. spila fyrir framan hóp af fólki eða kynnast nýju fólki.
María Björg Austmar 15 ára
Hvenær fórst þú á Dale Carnegie námskeið? Ég fór á Dale Carnegie námskeið 2016
Af hverju tókstu ákvörðun um að fara á námskeið? Ég tók reyndar ekki þá ákvörðun sjálf heldur fékk ég námskeiðið í fermingargjöf frá ömmu og afa (held að það sé ekki hægt að fá betri gjöf, sem nýtist manni út lífið)
Hvað var það skemmtilegasta við námskeiðið? Það er ekki hægt að nefna eitthvað eitt en það sem stóð uppúr var það að ég kynntist fullt af æðislegu fólki sem ég á aldrei eftir að gleyma
Hvað fannst þér mest krefjandi? Að fara langt út fyrir þægindarmmann minn. Fyrstu tímarnir voru hrikalega erfiðir, ég þekkti engann og fannst ógeðslega erfitt að standa fyrir framan alla og tala en eftir nokkur skipti gerðist eitthvað og ég byrjaði að finna fyrir öryggi og tilhlökkun að mæta.
Hvað fékkst þú út úr því að fara á námskeið? Ég lærði að ég er mikilvæg. Einnig að það geta allir náð markmiðum sínum ef viljinn er fyrir hendi.
Hver er stærsti ávinningurinn fyrir þig eftir að hafa klárað námskeiðið? Ég er miklu sterkari einstaklingur, næ oftast markmiðum mínum og læt engan segja mér hvernig ég á að vera eða hvað ég á að gera
Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir 25 ára
Hvenær fórst þú á Dale Carnegie námskeið? Í lok árs 2016.
Af hverju tókstu ákvörðun um að fara á námskeið? Hafði alltaf langað að prófa eftir að hafa heyrt góða hluti um námskeiðið.
Hvað var það skemmtilegasta við námskeiðið? Persónulega fannst mér fólkið í hópnum mínum, við náðum svo vel saman! Annars fannst mér skemmtilegast þegar við þurftum að fara út fyrir þægindahringinn, að ögra sér aðeins.
Hvað fannst þér mest krefjandi? Ætli það hafi ekki verið þau verkefni sem maður þurfti að fara vel út fyrir þægindahringinn.
Hvað fékkst þú út úr því að fara á námskeið? Að ögra sjálfri mér, mér finnst það skipta miklu máli.
Hver er stærsti ávinningurinn fyrir þig eftir að hafa klárað námskeiðið? Að þora að segja nei!
Elísa Guðjónsdóttir 12 ára
Hvenær fórst þú á Dale Carnegie námskeið? Júní 2016.
Af hverju tókstu ákvörðun um að fara á námskeið? Að því að mamma mútaði mér að prufa fyrsta tímann vegna þess að ég var svo feimin og óörugg og leið ekki vel með það.
Hvað var það skemmtilegasta við námskeiðið? Eiginlega bara allt td að kynnast nýjum krökkum.
Hvað fannst þér mest krefjandi? Að þurfa að standa fyrir utan þægindarhringinn.
Hvað fékkst þú út úr því að fara á námskeið? Minna feimin og mun öruggari.
Hver er stærsti ávinningurinn fyrir þig eftir að hafa klárað námskeiðið? Líður betur í skólanum og í tómstundum.