fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Vinsælasti stóllinn var hannaður árið 1960

Kynning

Sólóhúsgögn, Gylfaflöt 16–18

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólóhúsgögn er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðahúsgögnum. Kjörorð fyrirtækisins er „Sterk og stílhrein íslensk framleiðsla“ enda er hér um að ræða íslenska hönnun og framleiðslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1960 og grunnstarfsemin hefur verið sú sama frá upphafi. Núverandi eigandi fyrirtækisins er Björn Ástvaldsson en hann keypti það árið 1989.

„Annars vegar erum við að selja okkar eigin vörulínu í versluninni að Gylfaflöt 16–18. Það eru sem sagt ákveðin húsgögn sem við framleiðum sjálf og er standard framleiðsla en viðskiptavinurinn velur sína útfærslu þar sem allt er gert eftir pöntun. Hins vegar vinnum við líka ýmis sérverkefni fyrir til dæmis hótel og veitingahús, þar sem arkitektar koma með teikningar af húsgögnum sem eiga að falla inn í ákveðið umhverfi,“ segir Björn.

Sindrastóll með skammeli
Sindrastóll með skammeli

Eins og nærri má geta taka húsgögn breytingum í áranna rás eftir tísku og tíðaranda en Björn bendir á að stundum fari þetta í hringi:

„Fyrsti stóllinn sem var hannaður hjá fyrirtækinu árið 1960 var E-60 og er mest seldi stóllinn okkar í dag. Hann er kominn hringinn. Það er þessi týpíski eldhússtóll. Setbekkir eru líka aftur orðnir gríðarlega vinsælir en á tímabili var alveg hætt að framleiða þá. Síðan eru aðrir hlutir sem voru vinsælir á tímabili en nú er hætt að framleiða.“

E-60 stólar, E-60 bekkur og retró-borð
E-60 stólar, E-60 bekkur og retró-borð

Stólinn og setbekkinn sem Björn vísar þarna til má sjá á meðfylgjandi mynd en myndin endurspeglar líka aðra breytingu, sem er aukin litagleði:

„Það sem hefur breyst núna upp á síðkastið eru litirnir. Fólk er loksins farið að þora að kaupa liti. Þessi litasamsetning hér er týpísk fyrir það sem fólk er að kaupa í dag. Það er farið að blanda saman litum.“

Að sögn Björns er mikið að gera hjá Sólóhúsgöngum og stöðug verkefni í gangi. Fyrirtækið hefur haldið svipaðri stærð í gegnum árin en starfsmenn í dag eru sex, þar af starfa fimm við framleiðslu og einn við sölu og markaðsmál.

Húsgagnaverslun Sólóhúsgagna að Gylfaflöt 16–18 er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10 til 18. Síminn er 553-5200 og netfang er solo@solo.is. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni solohusgogn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni