fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Besta brúðkaupsgjöfin var opnuð níu árum eftir brúðkaupið

Það er ekki alltaf innihald pakkans sem skiptir máli

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. september 2016 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá frænku Kathy. Á honum stendur að ekki megi opna hann fyrr en hjónin upplifa sínu fyrstu erfiðleika.
Pakkinn dularfulli Frá frænku Kathy. Á honum stendur að ekki megi opna hann fyrr en hjónin upplifa sínu fyrstu erfiðleika.

Þegar þau Kathy og Brandon Gunn gengu í hjónaband fyrir níu árum fengu þau fjölmargar gjafir eins og gengur og gerist. Einn pakki vakti þó meiri athygli en aðrir því á honum stóð skýrum stöfum að hann mætti ekki opna strax.

Hin stálheiðarlegu Brandon og Kathy virtu þetta og níu ár liðu frá brúðkaupsdeginum þar til pakkinn var opnaður. En hvers vegna liðu öll þessi ár og hvað varð til þess að pakkinn var opnaður?

Kathy segir að á pakkanum, sem var frá aldraðri frænku hennar, hafi staðið að hann mætti ekki opna fyrr en hjónin myndu upplifa sínu fyrstu erfiðleika í hjónabandinu.

Oft orðið ósammála en aldrei gefist upp

Kathy sagði frá þessu á Facebook-síðunni Love What Matters og er óhætt að segja að færslan hafi vakið mikla athygli. Hún segir svo frá:

„Við höfðum að sjálfsögðu oft orðið ósammála, rifist og skellt hurðum á þessum níu árum…en við höfðum aldrei opnað pakkann,“ segir hún og bætir að sá tími hafi komið þegar þau íhuguðu vandlega að gefast upp á hjónabandinu. Aldrei kom þó til þess að kassinn væri opnaður því að sögn Kathy hefði sá gjörningur gefið til kynna að eitthvað í hjónabandinu hefði farið úrskeiðis. Þess vegna var pakkinn aldrei opnaður og sat hann einmanalegur inni í skáp þar sem hann safnaði ryki.

„Við áttuðum okkur á því að verkfærin til að skapa og viðhalda sterku, heilbrigðu hjónabandi eru ekki geymd í kassa – þau eru geymd í okkur sjálfum.“

Innihaldið reyndist vera aukaatriði

Hún segir þó að það, að vita af pakkanum inni í skáp, hafi kennt þeim hjónum sitthvað um þolinmæði og umburðarlyndi. Það var svo að kvöldi 30. ágúst að hjónin ákváðu, eftir að hafa svæft börn sín tvö, að opna pakkann. Inni í honum fundu þau tvö vínglös, umslag með peningum og heilræði frá frænkunni. Þá voru skilaboð til Kathy um að sækja mat, til dæmis pítsu eða eitthvað sem þeim báðum finnst gott, og láta renna í heitt bað. Þá voru einnig skilaboð til Brandons um að fara út í búð, kaupa blóm og vínflösku.

Kathy segir að þetta hafi verið besta brúðkaupsgjöfin sem þau hjónin fengu. Það var ekki innihald pakkans sem var lykillinn heldur pakkinn sjálfur – að vita af honum inni í skáp og vita að þau mættu ekki opna hann nema í neyð. Þau hafi sýnt þrautseigju og þolgæði með því að opna ekki pakkann. Ef þau rifust eða urðu ósammála hafi þau verið ákveðin í að leysa úr vandanum.

„Hjónabandið okkar varð sterkara og sterkara og við urðum betri vinir og félagar. Við ákváðum að opna pakkann í dag vegna þess að við áttuðum okkur á einu. Við áttuðum okkur á því að verkfærin til að skapa og viðhalda sterku, heilbrigðu hjónabandi eru ekki geymd í kassa – þau eru geymd í okkur sjálfum,“ segir Kathy í færslunni sem Huffington Post vitnar til.

Er ekki alltaf það sem skiptir máli.
Innihaldið Er ekki alltaf það sem skiptir máli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi