fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
FókusKynning

Girnilegar kryddjurtir

Uppskerutíminn er núna!

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. september 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

*Auður Rafnsdóttir fékk áhuga á kryddjurtaræktun vegna áhuga á eldamennsku. „Ég elska matreiðslu og veit að hráefnið skiptir sköpum, það geta allir eldað góðan mat ef hráefnið er gott. Kryddjurtir í matreiðslu gera gæfumuninn, án þeirra er maturinn bara hráefni, allt er þetta spurningin um samsetningu.“

Fyrir rúmum þremur árum opnaði Auður Facebook-síðu sem heitir Áhugafólk um kryddjurtaræktun. „Ég setti síðuna upp í þeim tilgangi að upplýsa nokkrar vinkonur um kryddjurtir og til þess að við gætum skipst á ráðum um ræktunina. Í dag eru yfir 10 þúsund einstaklingar í hópnum, sem varð svo kveikjan að bókinni Kryddjurtarækt.“

Auður segir að allir geti ræktað kryddjurtir, líka þeir sem eru dálítið sveimhuga og á ferð og flugi. „Það eina sem þarf er áhugi, suðurgluggi, eða innigarður. Ég hvet alla til að prófa, það er mikið meira gaman að matreiða með sínar eigin kryddjurtir en þær aðkeyptu. Auðvitað gerir allir mistök en þau eru til að læra af þeim og gera betur næst.“

Aðspurð um uppáhaldskryddjurtina verður Auður hugsi. „Ég var einmitt spurð um þetta nýlega og verð að segja að þær eru allar uppáhalds. Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra. Líklega elska ég þó rósmarín mest enda getur hún verið erfið, þarf sendinn og þurran jarðveg. Ég hef aldrei ræktað sítrónumelissu og kann því ekki vel á hana. Ég verð að fara að gera eitthvað í því fljólega.“

Nú er einmitt uppskerutími kryddjurtaræktenda. Í bók Auðar er að finna ýmsar uppskriftir þar sem þær nýtast, sem og ráð um þurrkun og geymslu. DV fékk góðfúslegt leyfi til að birta tvær girnilegar uppskriftir úr bókinni. Gjörið svo vel!

Tilvalið er að búa til vænan skammt af maukinu og gefa vinum og vandamönnum, eða skemmtilegum nágrönnum.
Fullar krukkur Tilvalið er að búa til vænan skammt af maukinu og gefa vinum og vandamönnum, eða skemmtilegum nágrönnum.

Kóríandermauk

1 msk. engifer, rifið4 hvítlauksgeirar½ bolli steinseljulauf, söxuð 1/3 bolli saxað kóríanderlaufsafi úr einni sítrónu1 msk. jalapeño, saxaðklípa af saffrani (má sleppa)½ bolli jómfrúarólífuolíasalt eftir smekk

Maukið allt nema olíu og salt saman í mortéli, færið síðan yfir í blandara og hellið olíunni rólega saman við, saltið að lokum eftir smekk og látið standa áður en borið er fram. Geymið í ísskáp. Þessi sósa kallast chermoula og er ættuð frá Norður-Afríku. Hún er frábær með fiski og öllum grænmetisréttum.

Kryddjurtasalt er prýðileg tækifærisgjöf.
Girnilegt! Kryddjurtasalt er prýðileg tækifærisgjöf.

Kryddjurtasalt

2 msk. rósmarín½ msk. timjan½ msk. salvía1 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður3 dl saltflögur1 tsk. sítrónu- og/eða límónubörkur

Saxið kryddjurtirnar smátt. Blandið öllu vel saman á bakka og látið standa á borði í einn til tvo sólarhringa til þurrkunar áður en það er sett í krukku með þéttu loki til geymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi