fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Samhentir ehf. kaupir Frjó ehf.

Kynning

Heildarþjónusta í Garðabænum

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhentir er eitt stærsta nafnið í umbúða- og vörumerkingargeiranum og sérhæfir sig í heildarþjónustu við sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki í landinu. Það á rætur sínar í þjónustu við sjávarútveginn og í dag er fyrirtækið í viðskiptum við nánast öll stærstu sjávarútvegsfyrirtæki Íslands. Þar á eftir kemur iðnaðurinn og aðrar matvælagreinar svo sem kjöt- og mjólkuriðnaðurinn. Sjávarútvegurinn myndar þó enn um 70% af tekjum fyrirtækisins.

Fyrirtækið var í upphafi sprotafyrirtæki, stofnað í kringum svokallaða Tröllakassa; stóra pappakassa sem voru límdir saman handvirkt fyrstu árin. „Svo fór eftirspurnin ört vaxandi eftir öðrum vörum. Það má segja að fyrirtækin hafi skapað okkur með óskir viðskiptavina um nýjar vörutegundir sem við höfum orðið við,“ segir Bjarni Hrafnsson, einn stofnandi Samhentra og jafnframt sá eini sem stendur eftir af þeim þremur sem stofnuðu Samhentir Kassagerð árið 1996. Vendipunktur varð hjá fyrirtækinu árið 2007 þegar það stækkaði um 200% við kaup á VGI og fleiri fyrirtækjum sem voru til sölu á markaðnum. Vörumerking er 50 ára gamalt fyrirtæki sem Samhentir keypti árið 2012 og endurnýjaði þá meðal annars allan vélbúnað til prentunar. Vörumerking sér nú um að prenta merkingar fyrir varning á meðan Samhentir er í umbúðaframleiðslu og ýmiss konar innflutningi. „Nýjasti markaðurinn sem við erum að sækja inn á núna er garðyrkjan. Í vor keyptum við til dæmis allt hlutafé í Frjó ehf. sem var í grunninn þjónustufyrirtæki við garðyrkjuna en hefur þróast út í þjónustu við sjávarútveg og garðyrkju.“

Umbúðirnar, klæðnaðurinn, hanskarnir, svunturnar. Allt kemur frá Samhentum. Enda bestir í heildarlausnum!
Umbúðirnar, klæðnaðurinn, hanskarnir, svunturnar. Allt kemur frá Samhentum. Enda bestir í heildarlausnum!

Mynd: Hörður Sveinsson

Vörumerking þjónustar stór sem smá fyrirtæki og einstaklinga. „Við framleiðum t.d. svokallað „inmould“ sem er prentunin á ysta lag skyrdósarinnar, állok á dósir, límmiða á gosflöskur og margt fleira.“ Samhentir framleiðir svo umbúðir og flytur inn ýmsar vörur svo sem krydd, garnir fyrir pylsur, sag til kjötreykingar og margt fleira. „Það er því ábyggilega eitthvað frá okkur að finna í ísskápnum þínum,“ segir Bjarni kíminn. Samhentir á afkastamiklar framleiðsluvélar fyrir öskjur og er einn af fáum aðilum í veröldinni sem framleiða hinar dæmigerðu fiskiöskjur sem sjást víða. „Við höfum mikla þekkingu í framleiðslu, komum úr framleiðslugeiranum og sölumenn okkar hafa flestir bakgrunn þar. Þeir hafa því mikilvæga þekkingu á því sviði sem þeir eru að selja á. Þetta eru kjötiðnaðarmenn, gæðamenn frá sjávarútvegsfyrirtækum og fleira,“ segir Jóhann Oddgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Auk framleiðslu hér á landi á Samhentir 50% í Tri-Pack Plastics í Bretlandi sem er með einkaleyfisvarða framleiðsluaðferð á plastkössum sem er einstök í heiminum.

Samhentir þjónustar ekki bara Ísland. „Við þjónustum t.d. Grænland og Noreg og fleiri staði í Evrópu. Vörur frá okkur hafa jafnvel farið til Kanaríeyja og Suður-Kóreu,“ segir Jóhann. „Við erum þjónustufyrirtæki og sérhæfum okkur í heildarþjónustu við viðskiptavininn. Lausnir okkar gera innkaup viðskiptavina okkar hagstæðari því við bjóðum nánast allt það sem hann þarf til að halda út sínum viðskiptum. Markaðurinn hefur búið okkur til, óskað eftir ákveðnum vörutegundum og við höfum svarað kalli markaðarins. Hér er allt á einum stað og í stað þess að versla við marga ótengda aðila og borga þeim öllum fyrir flutning, þá kemur allt á sama bretti frá okkur. Það sparar kúnnanum töluverðan flutningskostnað og tíma að versla við okkur,“ segir Bjarni.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Samhentra www.samhentir.is
Netpóst má senda á sala@samhentir.is
Samhentir – Kassagerð ehf. er staðsett að Suðurhrauni 4 og 4a, 210 Garðabæ.
Fyrirtækið er einnig með söluskrifstofu á Akureyri að Furuvöllum 3.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni