fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Nánast ósökkvandi

Kynning

Bátasmiðjan Rán verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll

Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bátasmiðjan Rán á Djúpavogi verður með bás á Sjávarútvegssýningunni sem haldin er í Laugardalshöll dagana 28.–30. september. Um er að ræða vettvang fyrir fagaðila og aðra áhugasama til þess að sýna og kynna sér framfarir og nýjungar innan sjávarútvegsgeirans.

Vilhjálmur Benediktsson, stofnandi Ránar, er reyndur plastsuðumaður með suðuréttindi frá norska fyrirtækinu Teknoligisk Institut. Hann hefur um árabil soðið saman þjónustubáta úr HDPE-plasti (high density polyethylene), sem hefur mikla seiglu og gríðarlegt slagþol. Efnið er til dæmis fimm sinnum höggþolnara en trefjaplast. Þörungar og hrúðurkarlar festa sig illa við plastið og þarf því ekki að hafa áhyggjur af tæringu, málningu eða annarri meðhöndlun á yfirborði efnisins. HDPE er endurvinnanlegt að hluta til og líftími þess er yfir 50 ár. HDPE er eðlisléttara en vatn og flýtur því í sjó, og þar sem bátarnir eru smíðaður úr flotrörum sem skipt er niður í loftþétt hólf, eru þeir nánast ósökkvandi.

Mynd: Óskar Ragnarsson

Frumsmíði Ránar var smíðuð árið 2012 og var fyrirtækið stofnað sama ár. Ári síðar var fyrsti báturinn síðan seldur og afhentur Fiskeldi Austfjarða sem þjónustubátur við fiskeldi í Berufirði. Báturinn ber nafnið Fenrir 650 og er 6,5 metra langur rörabátur úr HDPE-plasti. Áþekkir bátar eru notaðir víða í Evrópu með mjög góðum árangri. „Við erum með stóran bát í smíðum núna, hann einir níu metrar, og er þetta þjónustubátur fyrir fiskeldi, eða bara hvað sem er. Hann er með sex manna stýrishúsi, dísilvél og öllum tilheyrandi siglingatækjum.“ segir Vilhjálmur. Rán framleiðir alhliða báta eins og þjónustubáta fyrir eldisstöðvar, björgunarbáta og fleira. „Við höfum líka hannað og smíðað flotbryggjur sem við erum með til sölu. Það er í raun hægt að nota HDPE-plastið í hvað sem er og möguleikarnir eru endalausir.“

Bátasmiðjan Rán er staðsett á Djúpavogi, Austurlandi.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins www.boats.is og svara þeir félagar í síma 478-1020 og í vefpósti info@boats.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni