Fanntófell sérhæfir sig í framleiðslu á borðplötum, skilrúmum, búningsklefaskápum, sólbekkjum, skápahurðum og fleiru, úr harðplasti, Fenix, límtré og akrýlsteini. Sérhæfing Fanntófell frá stofnun er formbeyging á köntum á harðplastplötum en einnig framleiðir fyrirtækið plötur með beinum kanti í m.a. viðarkant, stálkant og nú nýlega er byrjað að nota nýja hitaháþrýstitækni við kantlímingar þar sem ekkert lím er notað.
Fanntófell framleiðir bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga og þá gjarnan í samstarfi við arkitekta, hönnuði og verktaka. Einnig er boðið upp á upp uppsetningarþjónustu og mælingu.
Mikið úrval er af efni, litum og áferðum sem er hægt að skoða í sýningarsal Fanntófells að Bíldshöfða 12. Sérsmíðað er eftir máli.
„Fólk kaupir oft innréttingar annars staðar en kaupir síðan borðplöturnar hjá okkur. Einnig kemur oft fólk til okkar sem er að endurnýja borðplötur hjá sér, enda er algengt að skipta um borðplötur þegar flikkað er upp á eldhús,“ segir Sigurður Bragi Sigurðsson framkvæmdastjóri Fanntófells og annar stofnanda fyrirtækisins. Þeir Sigurður og Þórir Jónsson stofnuðu fyrirtækið í Reykholti í Borgarfirði árið 1987. Sigurður er smiður að mennt og þetta framtak snerist einfaldlega um að afla sér verkefna:
„Okkur vantaði verkefni í sveitina og komum okkur í samband við aðila sem fluttu inn harðplast. Ennfremur komumst við í samband við erlenda aðila sem voru að selja vélar fyrir þetta. Þannig fór þetta að stað,“ segir Sigurður, en langt er síðan Fanntófell flutti í höfuðstaðinn. Nafn fyrirtækisins er dregið af fjalli í Borgarfirði, eða eins og Sigurður segir: „Það eina sem við tókum með okkur í bæinn var nafnið á þessu fjalli.“
Einn helsti kosturinn við þau efni sem Fanntófell vinnur með við sína framleiðslu er hvað þau eru slitsterk og láta lítið á sjá. Harðplast er mest notað í eldhúsborðplötur og almennt í eldhúsinnréttingar. Límtré er einnig töluvert mikið notað.
„Akrýlsteinninn er reyndar líka vinsæll en hann er eðlilega töluvert dýrari en harðplastið,“ segir Sigurður. Hann segir mikla þróun vera á þessu sviði og reglulega komi fram spennandi nýjungar: „Núna erum við til dæmis með efni sem heitir Fenix, en það er daufmatt plast með mjúkri viðkomu og því sjást minni fingraför og óhreinindi á því.“
Fanntófell er staðsett að Bíldshöfða 12, Reykjavík. Þar er opið virka daga frá kl. 9 til 17. Góðar upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðunni fanntofell.is og fyrirspurnum er svarað greiðlega í gegnum netfangið fanntofell@fanntotell.is. Símanúmerið er 587 6688.