fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

„Hvaða Hólmfríði ætlar þú að hitta í dag?“

Kynning

Andleg heilsa fyrir haustið

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 21. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2012 stofnaði Hólmfríður Jóhannesdóttir Andlega setrið þar sem hún hjálpar nú fólki að hjálpa sér sjálft. Hún útskrifaðist sem meðferðardáleiðari frá The Hypnosis Centre í Skotlandi vorið 2011 og hefur síðan þá lært hjá nokkrum af þekktustu dáleiðurum Bandaríkjanna. Hólmfríður er ekki eingöngu meðferðardáleiðari heldur einnig óperusöngkona, söngkennari, heilari, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og NLP-ráðgjafi. „Eitt sinn hringdi dyrabjallan þegar ég var að vinna heima í Vesturbænum og ég mundi ekki hvort ég var að fara að dáleiða eða kenna söng. Í fljótfærni svaraði ég: Hvaða Hólmfríði ætlar þú að hitta í dag? Nemandinn var þá kominn til að hitta söngkennarann.“

„Meðferð hjá mér gengur mikið út á sjálfsvinnu.“ Til að ná virkilega góðum árangri í sjálfsvinnu þarf samvinnan að vera mjög góð. Ef sá sem kemur í dáleiðslu treystir ekki meðferðaraðilanum eða vill ekki opna sig tilfinningalega, þá verður árangurinn í hæsta lagi 70 prósent. Það er hægt að segja að meðferðaraðilinn sé stanslaust að rétta hin fullkomnu verkfæri í meðferðinni. Svo er það í höndum þess sem þiggur meðferð hvort og hvernig hann notar þessi verkfæri, og hvort árangurinn verður mjög mikill, meðal eða lítill. „Ég hef reyndar fengið til mín fólk sem segist í byrjun viðtals hafa litla trú á dáleiðslunni þar sem það hafi reynt allt og ekkert virkað. Því tel ég mikilvægt að eiga gott samtal á undan sjálfri dáleiðslunni því þar kynnist aðilinn meðferðaraðilanum og oftar en ekki eflist traustið í sjálfu viðtalinu. Fyrsti tíminn hjá mér er því ávallt í 90 mínútur og endurkoman í 60 mínútur.“

Haustið er tími nýrra verkefna og því tilvalið til sjálfsvinnu. Haustið er líka einn besti tíminn til að breyta mataræði eða hætta að reykja fyrir þá sem hafa leitt hugann að því. Sérsvið Hólmfríðar er streita, kvíði, verkir, sjálfstraust og fíkn. Eitt leiðir af öðru. „Ef þú hefur þróað með þér streitu og veist ekki hvernig þú átt að losna við hana, er ekki óalgengt að hún kalli á besta vin sinn, kvíða. Kvíði getur svo kallað á svefnleysi sem getur kallað á þunglyndi. Það má í raun segja að streita, kvíði og þunglyndi séu systkini. Þau eru ólík en þau eru tengd.“ Hér þarf að finna rótina að vandanum og vinna með hana. Oft hefur fólk safnað upp reiði eftir erfiðleika eða ósætti og veit ekki hvernig það á að losna við hana. Þar sem reiði er tortíming er ekkert betra en að losna við hana strax. Hér þarf oftast að fara í fyrirgefningarferlið. „Þó að við fyrirgefum einhverjum þýðir það ekki endilega að við ætlum að verða vinir eða að við viljum sjá þessa manneskju á fésbókinni daglega, en við þurfum ekki heldur að vera óvinir. Við fyrirgefum fólki ekki til að fría það heldur til að öðlast frelsi sjálf. Þegar manneskjan sem við vorum reið við hefur ekki áhrif á okkur lengur, hættir hún að stjórna lífi okkar.“

Hólmfríður bjó áður erlendis þar sem hún starfaði sem óperusöngkona og því með mikla sviðsreynslu þar sem streita og sjálfstraust vinna saman. „Það getur verið gaman að fylgjast með þessari samvinnu og að lokum verður annað öðru yfirsterkara, en hjá sviðsfólki þurfa þessir tveir þættir að vinna saman. Hér getum við talað um jákvæða streitu eða eftirvæntingu eftir að stíga á svið. Ef eftirvæntingin er engin gæti textinn hreinlega horfið. Textinn sem ég kann best. Hvað er skemmtilegra en að stíga á svið fullur af sjálfstrausti með temmilega eftirvæntingu?

Með hjálp dáleiðslu geturðu náð betri stjórn á tilfinningum og eftir að ég byrjaði að dáleiða hefur aldrei verið streita með mér á sviðinu, sem ég hef ekki ráðið við, því það er ég sem stjórna. Nú er svo komið að eftir að hafa starfað við dáleiðslu í rúm fimm ár tel ég að tími sé kominn til að kenna hana. Frá áramótum hef ég þjálfað mig upp sem kennara.“ Nýtt fimm vikna námskeið byrjar í október þar sem undirstöðuatriði dáleiðslunnar verða kennd einu sinni í viku. Aðeins verða tveir til fjórir á hverju námskeiði og er hægt að velja um laugardaga eða virkan dag. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja efla sjálfstraust og styrk í einkalífi, námi eða starfi.

Skráning er hafin á hj@daleidari.is og einnig er hægt að panta tíma í dáleiðslu eða söngkennslu á þessu sama netfangi.

Sjá nánari upplýsingar á:
http://daleidari.is/
Bloggsíðu Hólmfríðar daleidari.blog.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni