fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusKynning

Náttúrulegar heilsuvörur úr íslenskum jurtum

Húðvörur fyrir haustið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 2. september 2016 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Eyjafjörðinn má finna margs konar blómlega atvinnustarfsemi, en þar er eitt fyrirtæki sem er alveg sér í lagi blómlegt og hefur síðustu 24 árin framleitt hágæða snyrtivörur, húðvörur og líkamsvörur úr íslenskum jurtum og lífrænt vottuðum hráefnum. Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem eigandinn og fyrrverandi tónlistarkennarinn, Gígja Kjartansdóttir Kvam, stofnaði og hefur stýrt frá upphafi við góðan orðstír.

Hraust húð í haustvindunum

Nú er jurtatínslu lokið þetta sumarið og hafist handa við að framleiða ferskar vörur fyrir haustið sem gott er að nota og njóta þegar fer að kólna í veðri því þá er mikilvægt að huga vel að húðinni. Nú á haustdögum kemur á markað nýtt einstakt næringarkrem frá Urtasmiðjunni, sem er sérstaklega þróað til að hlífa og vernda húðina fyrir kulda. Það inniheldur lítinn raka en mikið af næringarefnum. Auk þess er kremið sérstaklega gott fyrir þurra og viðkvæma húð sem þarfnast aukinnar næringar og umönnunar. Það inniheldur m.a. olíur úr græðandi rauðsmára og ilmandi gulmöðru, þykkni úr granateplum og villirósabelgjum, sem eru rík af vítamínum og andoxunarefnum sem örva endurnýjunarvirkni húðarinnar og stuðla að heilbrigðu og frísklegu útliti hennar. Kremið tekur nafn sitt af villirósinni og fær nafnið Villirósakrem. Sérstakt hausttilboð,og kynningarverð (20% afsláttur) verður á þessu nýja kremi í netverslun Urtasmiðjunnar sem verður fáanlegt á www.urtasmidjan.is. í byrjun október.

Fyrsta framleiðsluvara Urtasmiðjunnar leit dagsins ljós fyrir 24 árum, en það var Græðismyrslið. Gefum Gígju orðið:

„Mér varð oft hugsað til ömmu minnar sem tíndi jurtir sem hún blandaði í sinn eigin áburð sem hún notaði á bæði menn og skepnur. Í þá daga var ekki óalgengt að fólk notaði jurtir sér og sínum til heilsubótar bæði í drykki og smyrsli, því vitneskjan um áhrifamátt jurtanna var víða til staðar og ekki alltaf hægt að hlaupa til læknis svo að fólk varð oft að bjarga sér sjálft. Græðismyrslið mitt hefur frá því fyrsta verið afar eftirsótt og alla tíð síðan sannað gildi sitt sem alhliða græðandi áburður. Það flýtir fyrir að græða s.s. legusár, sólbruna, sólarexem, ýmis útbrot og gyllinæð, en ekki síst er það mjög áhrifaríkur brunaáburður. Græðismyrslið inniheldur m.a. vallhumal og rauðsmára sem eru þekktar jurtir fyrir græðandi virkni. Morgunfrú er viðurkennd heilandi húðjurt og kamillan róandi á sviða og kláða og dregur úr bólgu, lofnarblóm og hafþyrnir eru ekki síst þekktar jurtir fyrir m.a. græðandi áhrif á brunasár. Græðismyrslið er notað á ýmsum heilsustofnunum og dvalarheimilum og fær alltaf mikið lof fyrir sína góðu og alhliða virkni.“

„Ásamt Græðismyrslinu var Vöðva- og gigtarolían ein af fyrstu tegundunum sem við fórum að framleiða og má segja að hugmyndin að henni hafi verið mín eigin þörf fyrir að milda verki í liðum og mýkja harða og spennta vöðva. Í henni eru blóðberg, einir, arnika og fleiri áhrifaríkar jurtir, sem þekktar eru fyrir mildandi áhrif sín á gigtarverki, eymsli og stirðleika í liðum, vöðvaspennu og sinadrátt. Olían smýgur vel inn í húð og vöðva og fer ekki í föt. Hún er notuð víða á nuddstofum hér á landi og erlendis og fær frábær ummæli frá nuddurum og nuddþegum.“

Auk þessara ofannefndu tegunda framleiðir Urtasmiðjan fjölmargar aðrar tegundir, s.s. andlitskrem úr ísl. fjallagrösum, djúpnærandi silkiandlitsolíu (serum), handkrem, mýkjandi fótasalva (hælakrem) o.fl.

Framleiðsla Urtasmiðjunnar inniheldur engin aukaefni, engin erfðabreytt efni eða dýraafurðir. Auk okkar hreinu og heilnæmu jurta er allt hráefnið upprunnið úr náttúrunni, lífrænt vottað, viðurkennt og leyft í lífrænni framleiðslu.
Allar frekari upplýsingar um húðvörur Urtasmiðjunnar og sölustaði má finna á vefsíðunni www.urtasmiðjan.is. og Facebook-síðu www.facebook.com/Urtasmidjan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi