Fyrstu iPhone7 símarnir til sölu í iSímanum kl. 11 í dag
Nýjasta afurð Apple, iPhone7, kom á markað í gær og nokkrum klukkustundum síðar, eða í gærkvöldi, lentu starfsmenn iSímans með fyrstu sendinguna af iPhone7 fyrir íslenskan markað. Símarnir verða til sölu frá kl. 11:00 í verslun iSímans í Skipholti 21 í dag. Allir fáanlegir litir verða til sölu, en litirnir eru fjórir eins og stendur; gylltur, silfraður, svartur og rose gold. Svo mun fimmti liturinn bætast við síðar í haust, enda er hann hvergi fáanlegur strax.
iSíminn hefur allajafna verið fyrstur á Íslandi með allar nýjungar frá Apple. Þá hefur Tómas, eigandi iSímans, lagt það í vana sinn að bíða í löngum biðröðum eftir að komast í gripina. Þetta er í sjötta sinn sem iSíminn hefur lagt á sig slíka svaðilför til þess að tryggja það að vera fyrstir á Íslandi með nýjasta iPhone símann til sölu. Að auki hefur fyrirtækið lagt sig fram við að þjónusta iPhone eigendur og bjóða upp á samdægursþjónustu í viðgerðum.
Vefsíða iSímans
Verslunin opnar kl. 11 í dag. Fyrstir koma fyrstir fá!
iSíminn er staðsettur í Skipholti 21.