Sömu aðilar og færðu okkur Heiðurstónleika The Beatles og David Bowie In Memorian síðasta vor sem gagnrýnendur gáfu fullt hús stiga og héldu vart vatni yfir, færa okkur nú næstu tónlistarveislu: Forty licks – öll bestu lög The Rolling Stones.
Hljómsveitin The Rolling Stones var stofnuð í London 1962 og hefur starfað óslitið síðan, í 54 ár, við miklar vinsældir. Stofnmeðlimir sveitarinnar voru Mick Jagger, Keith Richards, Charlie Watts, Bill Wyman, Brian Jones og Ian Stewart og hafa þrír fyrstnefndu verið meðlimir hennar alla tíð, með þá Keith Richards og Mick Jagger í framlínunni.
Á starfstíma sínum hefur sveitin rúllað upp aðdáendum og vinsældalistum um allan heim, auk þess að vinna öll verðlaun og viðurkenningar sem hljómsveit getur unnið til. Hljómsveitin komst í Rock and Roll Hall of Fame 1989 og í breska Music Hall of Fame 2009. Rolling Stone tímaritið setti þá í fjórða sæti yfir 100 bestu listamenn allra tíma og (I Can’t Get No) Satisfaction sem annað besta lag allra tíma. Ááætluð plötusala sveitarinnar er yfir 250 milljón eintök og 2008 var sveitin í tíunda sæti á lista Billboard yfir 100 bestu listamenn allra tíma.
Hljómsveitin hefur sent frá sér 29 stúdíóplötur, 18 tónleikaplötur og fjölda safnplatna. Platan Let It Bleed sem kom út 1969 var fyrsta platan af fimm í röð sem lentu í fyrsta sæti vinsældalistans í Bretlandi. Platan Sticky Fingers sem kom út 1971 var síðan fyrsta platan af átta í röð sem lentu í fyrsta sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum.
Sem fyrr er það einvala lið tónlistarmanna sem sér um að færa okkur magnaða tónleika. Fyrsta ber að nefna söngvarana Stefán Jakobsson, Pétur Ben, Þór Breiðfjörð, Agnesi Björt Andradóttur og síðast en ekki síst Egil Ólafsson. Tómas Tómasson leiðir síðan 10 manna stórsveit sem leikur undir og er skipuð einvala liði. Unnur Birna Bassadóttir fiðla & raddir, Tryggvi Hrafn Sigurðsson gítar & raddir, Steinar Sigurðarson saxófónn & ásláttur, Emil Guðmundsson ásláttur, Halldór Smárason hljómborð & raddir, Jóhann Ingvason hljómborð & raddir, Ingi Björn Ingason bassi, Ingólfur Sigurðsson trommur, Jón Elvar Hafsteinsson gítar, Tómas Tómasson gítar & raddir.
Það er óhætt að lofa aðdáendum Rolling Stones, bæði gömlum og nýjum, magnaðri kvöldstund í Hörpu laugardagskvöldið 24. september og Hofi laugardagskvöldið 1. okt. næstkomandi, en miðasala er hafin á tix.is Harpa og
Hof
Umsögn um Bowie-tónleikana á Rás2/Poppland – fullt hús stiga.