fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Nýjustu tækin frá Iveco og Weidemann kynnt í hringferð um landið

Kynning

Kraftvélar í hringferð frá 12. til 23. september

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. september 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að kynna og sýna tvö vörumerki í þessari hringferð um landið, annars vegar Iveco atvinnubifreiðar og hins vegar Weidemann smávélar. Þetta eru vörumerki sem við erum búin að vera með lengi í sölu en við erum að kynna nýjar týpur af þeim. Við erum t.d. með nýja Iveco 4×4 bílinn en það eru tvær gerðir af honum, annars vegar óbreytta týpan sem kemur á 37“ dekkjum og hins vegar 40“ breyttur bíll sem er nýkominn til okkar frá Artic Trucks – alveg virkilega flottur bíll. Fyrir utan þessa tvo tökum við síðan með okkur Iveco vinnuflokkabíl og sendiferðabíl sem við höfum verið að selja út um allt land undanfarin ár. Jafnframt sýnum við Weidemann skotbómulyftara og liðléttinga.“

Þetta segir Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Kraftvélum ehf, og er spenntur fyrir þessari 12 daga hringferð um landið þar sem eflaust margir munu skoða og reynsluaka þessum hágæðatækjum:

„Við leggjum af stað mánudaginn 12. september og erum 12 daga á ferðinni þar sem við stoppum á samtals 43 stöðum. Við komum svo til baka föstudaginn 23. september þar sem við endum á opnu húsi í höfuðstöðvum Kraftvéla í Kópavogi frá 16:00 til 20:00,“ segir Viktor en á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir alla viðkomustaði Kraftvéla í ferðinni.

En hverjir eru það sem helst geta nýtt sér þessi tæki?

„Weidemann smávélarnar henta oftast bændum og fiskvinnslum. Þær má til dæmis nota til að flytja fiskikör í fiskvinnslum og til margvíslegra verka á sveitabýlum. Iveco bílarnir eru meira stílaðir inn á bæjarfélög, björgunarsveitir, orkuveitur og líka fiskvinnslur. Vinnuflokkabílarnir henta vel í bæjarvinnuna, sjö manna bílar og ótal útfærslur af sérbúnaði. Björgunarsveitirnar taka stóran bíl, Iveco Trakker, sem kemst út um allt,“ segir Viktor og lætur þess jafnframt getið að í ferðinni eru Iveco bílarnir notaðir til að flytja Weidemann vélarnar.

Sjón er sögu ríkari og áhugasamir eru hvattir til að vera vakandi fyrir heimsókn Kraftvéla í sitt bæjarfélag.
Nánari dagskrá má líka finna á heimasíðu Kraftvéla, www.kraftvelar.is

Kraftvélar ehf
Dalvegi 6-8, Kópavogur
Sími 535 3500
Kraftvelar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni