fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Hún gerði allt til að síðasti dagur Hönnu yrði frábær

Það getur verið sárt að kveðja gæludýrið sitt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. september 2016 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem hafa átt gæludýr og elskað þau af lífi og sál vita að einn góðan veðurdag kemur að kveðjustund. Og þeir sem misst hafa gæludýr vita að það er afskaplega sárt.

Kyle Amick var í þessum sporum fyrir skemmstu því hún þurfti að kveðja Labrador-tíkina Hönnu á dögunum. Hún deildi hjartnæmum myndum á Snpachat af síðasta deginum í lífi tíkurinnar sem hún hafði átt síðan Hanna var hvolpur.

Óhætt er að segja að myndirnar hafi vakið mikla athygli og hafa eflaust ófáir fellt nokkur tár.

Hannah var orðin gömul og lúin og einkenndist líf hennar af sársaukafullum flogaköstum undir það síðasta. „Það var ekki þess virði að lifa svona. Ég þekki hana best af öllum og þegar öllu var á botninn hvolft tók ég rétta ákvörðun, þó hún hafi verið erfið,“ segir Amick sem gerði allt sem hún gat til að síðasti dagurinn í lífi Hönnu yrði sem bestur.

Og hann var býsna góður, eins og meðfylgjandi myndir sína. Hanna hvílir nú lúin bein undir furutré í garðinum við heimili sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt