fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
FókusKynning

Ótrúlegt myndband: Fæðingin tók innan við eina mínútu

Jessica Stubbins sagði sögu sína í Good Morning Britain

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur sem hyggja á barneignir vonast væntanlega flestar eftir því að fæðingin gangi hratt og vel fyrir sig. Jessica Stubbins, ung móðir frá Scunthorpe á Englandi, var vissulega ein þeirra, en í hennar tilfelli gekk fæðingin kannski aðeins of hratt fyrir sig.

Jessica sagði sögu sína í þættinum Good Morning Britain í morgun en þar var sýnt ótrúlegt myndband af því er Jessica fæddi dóttur sína, Lucy, fyrr á þessu ári.

Lucy var að flýta sér í heiminn.
Magnað Lucy var að flýta sér í heiminn.

Jessica og maður hennar, Tom, ákváðu, eðlilega, að drífa sig á fæðingardeildina eftir að Jessica missti vatnið. Hlutirnir gerðust nokkuð hratt í kjölfarið og þegar Jessica var komin á spítalann, nánar tiltekið í anddyrið, gat hún ekki meir. Þá voru aðeins liðnar sextán mínútur frá því að Jessica fann að fæðingin væri líklega að fara af stað.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi hélt hún á dóttur sinni örfáum andartökum eftir að hún dró buxurnar niður. Tom missti af fæðingunni, en hann var að leggja bílnum á meðan Jessica dreif sig inn.

Þess má til gamans geta að Tom var að sjá myndbandið af fæðingunni í fyrsta sinn í þættinum í morgun. „Þegar ég kom inn sagði hún: „Þetta er stúlka, þetta er stúlka. Fyrirgefðu, fyrirgefðu“ af því að ég missti af fæðingunni. Hún var með samvisubit út af þessu. Mér var eðlilega mjög brugðið,“ segir hann.

Lucy er annað barn þeirra Jessicu og Toms.

Lucy litla var við mjög góða heilsu þegar hún kom í heiminn og var Jessica fljót að jafna sig eftir fæðinguna, enda gekk hún vonum framar. Sally, ljósmóðirin sem aðstoðaði litlu fjölskylduna eftir fæðinguna, hrósaði Jessicu í þættinum í morgun. „Hún hélt ró sinni allan tímann. Þetta var mjög góð og skemmtileg reynsla, hún stóð sig mjög vel.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Xq6p2iRY-_o&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“