fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Hlý gólf til frambúðar

Kynning

Gólfhitalausnir bjóða upp á gólfhita í eldri byggingum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gólfkuldi er hvimleiður og það er notalegt að ganga á hlýjum gólfum í híbýlum sínum, ekki síst þegar kalt er í veðri úti. Sífellt fleiri fá sér gólfhitakerfi en fyrir utan þægindin þá eykur slík aðgerð á verðmæti fasteigna og gerir þær eftirsóttari. Fjölmargir fasteignasalar staðhæfa að íbúðir með gólfhita veki meiri hrifningu meðal væntanlegra húsnæðiskaupenda en íbúðir með ofnakerfi.

Svona færðu gólfhita í eldra húsnæði

Í langflestum nýbyggingum í dag er gert ráð fyrir gólfhita en við byggingu flestra eldri húsa hefur eingöngu verið gert ráð fyrir gamaldags ofnakerfi. En fyrirtækið Gólfhitalausnir er komið með í notkun vél sem fræsir fyrir hitalögnum með áhrifaríkum hætti og nánast allt ryk fer beint í kröftuga iðnaðarryksugu sem tengd er við fræsivélina. Áður fyrr þurfti að brjóta upp gólf með múrbrjót til að koma að gólfhitalögnum og gat það verk tekið marga daga, sem hafði í för með sér mikið rask. Kúnnahópurinn á þeim tíma var eingöngu efnameira fólk en með þessari nýju aðferð hafa miklu fleiri ráð á að koma sér upp gólfhita.

Gólfhiti þýðir aukin lífsgæði á heimilinu

Þegar hiti hefur verið lagður í gólf er tryggt að íbúar verða aldrei aftur varir við gólfkulda. Þetta er notaleg kynding sem heldur iljunum hlýjum. Það er afskaplega miklu notalegra að ganga á hlýju gólfi en köldu, það eykur ánægju og lífsgæði á heimilinu, sérstaklega þar sem ekki er gengið um í skóm.

Smá slabb og bleyta lítið vandamál

Bleyta og raki gufa fljótt upp með gólfhita. Þetta er sérstaklega þægilegt í forstofum á veturna og baðherbergum þar sem oft er mikil bleyta á gólfum. Einnig er miklu þægilegra að skúra þar sem gólfin þorna fljótt og minni hætta á að þau séu sporið út aftur áður en þau þorna – gamalt og hvimleitt vandamál úr sögunni.

Gamaldags ofnar eða nýtískulegur gólfhiti?

Hefðbundnir ofnar hafa oft þann ókost að það er óþægilegt a þrífa gólfin fyrir neðan þá. Einnig taka ofnar oft óþarflega mikið pláss í íbúðum og eru sjaldnast mikið augnayndi. Hafa ber í huga að það hentar síst að hafa gólfhita þar sem venjulegt parket er á gólfum því viður er í eðli sínu hitaeinangrandi, en annað gildir um plastparket sem leiðir hita í gegnum sig – sem og flísar og flotuð gólf.

Gólfhita er auðvelt að stýra

Í íbúðum eru búin til nokkur svæði og ekkert svæði má vera meira en 15 fermetrar til að tryggja að gólfin verði nógu heit og sem besta nýtingu á hitanum. Bil á milli röra er 10 cm til að tryggja sem jafnastan gólfhita. Stýrikerfi fyrir gólfhita eru mjög góð og í boði eru fjarstýrð kerfi þar sem hægt að stýra nákvæmlega hita í hverju rými fyrir sig með einföldum skipunum á þar til gerðum fjarstýringum.

30 ára kuldaskeið framundan?

Það er almennt álit sérfræðinga í hitakerfum að gólfhiti hafi í för með sér lægri kyndikostnað og betri kyndingu. Páll Bergþórsson veðurfræðingur spáir því að framundan sé 30 ára kuldaskeið á Íslandi og að það hafi hafist síðastliðinn vetur, sjá nánar hér. Þannig að þeir sem fundu vel fyrir kuldanum síðastliðinn vetur heima hjá sér ættu að skoða enn frekar hvort ekki sé skynsamlegt að láta fræsa fyrir gólfhita.

Frábær lausn fyrir bílaplön og gangstéttir

Gólfhitafræsing nýtist sérstaklega vel á bílplönum og gangstéttum enda rörin aðeins millimetrum frá yfirborði, en til samanburðar eru hefðbundnar hitalagnir á bilinu 5-15 cm frá yfirborðinu, sem þýðir meira hitatap í hefðbundnum hitalögnum áður en hitinn nær yfirborðinu og því ekki eins öflug snjóbræðsla.

Gólfhitalausnir bjóða núna fræsingu á sértilboði – 5.990 kr. fermetrinn ef bókað er fyrir 1. september.

Gólfhitalausnir ehf eru til húsa að Hásölum 16, Kópavogi. Eigandi fyrirtækisins er Víðir Sigurðsson. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 899-1604 eða 564-5558. Einnig er hægt að senda póst á golfhitalausnir@golfhitalausnir.is eða skoða heimasíðu fyrirtæksins golfhitalausnir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni