fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Sérhæfing í safaríkum steikum

Kynning

Steikhúsið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steikhúsið var opnað í júní 2012 og frá þeim tíma leituðu eigendur staðarins logandi ljósi að nautakjöti sem myndi uppfylla ströngustu gæðakröfur og falla óaðfinnanlega að vinnslu- og eldunaraðferðum þeirra.
Að sögn Atla Más Sigurðssonar veitingastjóra lauk ríflega tveggja ára leit hjá fyrirtækinu Creekstone Farms í Bandaríkjunum. „Þar með hófst tími ánægjulegra uppgötvana hjá gestum okkar sem hafa notið góðs af þessu dýrindis kjöti.“

Black Angus steikurnar – þær bestu í bænum

„Black Angus-steikurnar okkar eru svo sannarlega úr úrvals hráefni og njóta mikilla vinsælda og óhætt að segja að við sérhæfum okkur í þessari ákveðnu steikargerð. Við höfum steikurnar í hægmeyrnunarskáp þar sem þær þroskast afbragðs vel, meyrna og bragðast frábærlega, enda innihalda þær bæði mikla fitu og mikið bragð.
Sú allra vinsælasta hjá okkur er nautalund sem er 200 grömm en steikhúsveislan okkar inniheldur einmitt hana og hefur fallið einkar vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar, sérstaklega fólki á aldrinum 25–55 ára. Við erum með fjölbreytt úrval af nautasteikum til að mæta fjölbreyttum smekk gesta okkar.

Bæði Íslendingar sem og erlendir ferðamenn njóta veitinga hjá okkur en þó eru Íslendingar í meirihluta um helgar.“
Hver er besta steikingin á kjöti?

Þegar Atli er inntur eftir hvers konar steikingu hann mæli með er því auðsvarað:
„Að mínu mati ætti að steikja allt nautakjöt „medium rare“, hrossalund „rare“, hrefnu „rare“, lambafillet „medium“
og lambaprime „medium well“.

Hægt er að skoða matseðil og panta borð á heimasíðunni www.steik.is

Steikhúsið, Tryggvagata 4–6, 101 Reykjavík
Sími: 561-1111.
Netfang: steik@steik.is
Opnunartími:
Sunnudaga – fimmtudaga kl. 17.00 til 22.00.
Föstudaga – laugardaga kl.17.00 til 23.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni