fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Rísandi stjarnan Odell aftur í Hörpu

Kynning

Miðasala hafin á tónleika Tom Odell

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Tom Odell heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 24. ágúst næstkomandi. Frægðarsól Odell hefur risið hratt að undaförnu og hefur nýjasta plata hans „Wrong Crowd“ fengið einróma lof gagnrýnenda og notið mikillar hylli hjá ört vaxandi aðdáendahópi hans.

Odell sem er 25 ára gamall er fær píanóleikari og gaf út sína fyrstu plötu, „Long Way Down“ árið 2013. Sú plata fékk geysigóðar viðtökur og hlaut Brit verðlaunin sem eru verðlaun tónlistargagnrýnanda. Á tónleikunum 24. ágúst mun Odell flytja sín þekktustu og vinsælustu lög hingað til og lög af nýju plötinni „Wrong Crowd“.

Tom Odell hefur verið líkt við ýmsar stjörnur poppheimsins. Einhverjir hafa líkt honum við David Bowie við upphaf ferilsins. Einnig hafa einhverjir talið að með Tom Odell hafi komið fram hlekkurinn sem tengir saman Elton John og Coldplay, enda gegnir píanóið mikilvægu hlutverki í grípandi lögum Odell.
Athyglin sem Odell hefur vakið undanfarin ár hefur aukið eftirspurn eftir honum og sífellt stærri tónleikastaðir standa honum til boða. Tónleikar með honum í ekki stærri sal en Eldborgarsal Hörpu kunna því fljótlega að heyra sögunni til.

Þetta er í annað sinn sem Tom Odell heldur tónleika á Íslandi. Fyrri tónleikar hans voru í Hörpu í júní 2014 og varð uppselt á þá tónleika á örskotsstundu og skemmtu tónleikagestir sér konunglega. Miðasalan er hafin og má nálgast miða á tónleikanna hér.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af tónlist Tom Odell:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=eZLYp-jgx-I&w=560&h=315][youtube https://www.youtube.com/watch?v=MwpMEbgC7DA&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni