fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Grænmeti frá Lambhaga er einstaklega hrein vara

Kynning

Vistvæn ræktun – betra bragð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þekkja grænmetið frá Lambhaga, margar tegundir af brakandi fersku salati, sem og kryddjurtirnar, enda algeng sjón í matvöruverslunum og á matarborðum landsmanna. Sífellt aukin áhersla á vistvæna framleiðslu veldur stöðugt aukinni eftirspurn eftir vörum Lambhaga og hefur fyrirtækið stækkað mikið á undanförnum árum. „Við höfum náð mikilli hagræðingu og framlegð og höfum ekki þurft að hækka verð síðan árið 2011. Ég þekki ekkert annað fyrirtæki á Íslandi sem hefur verið með sama framleiðsluverð í fimm ár en gengur enn vel,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann stofnaði fyrirtækið árið 1979 en meðeigandi í dag er bróðir hans, Ásmundur Þórisson.

Áhersla á hreinleika og vistvæna framleiðslu

Frá árinu 2011 hefur Lambhagi stækkað fimmfalt en jafnframt er lögð sífellt þyngri áhersla á hreinleika og vistvæna framleiðslu.

„Húsakosturinn er kominn upp í 15.000 fermetra úr 2.900 fermetrum. Við erum komin með betri ræktunarborð og ræktunaraðferðirnar sem við erum búin að tileinka okkur eru orðnar betri og skila betri ávöxtun. Við höfum jafnframt náð því takmarki að verða eins umhverfisvæn og hægt er að vera í heiminum. Við erum með lokað rými þannig að flugur og fuglar komast ekki inn. Hreinlæti er mikið og við erum með hringrásarkerfi sem hreinsar allt vatn sem við látum frá okkur og við endurnýtum það. Þá erum við búin að taka í notkun stóra pottavél þar sem pottarnir eru búnir til úr þar til gerðum pappír en áður var notast við plastpotta. Sem merki um afköstin notum við um átta milljón potta á ári,“ segir Hafberg en Lambhagi getur alltaf losnað við alla þá vöru sem fyrirtækið framleiðir í sölu og er framleiðslan um 400 tonn á ári.

Hrein vara og engin eiturefni

Hafberg bendir á að neytendur kalli eftir hreinna grænmeti en því sem er innflutt og það valdi sífellt aukinni sölu á afurðum fyrirtækisins:

„Innflutta varan er alltaf sprautuð með eiturefnum, líka sú sem sögð er vera lífræn, það eru viss efni sem má nota og þau eru notuð. Við notum hins vegar engin slík efni í okkar afurðir, við notum einfaldlega bara vatn og hreinlæti við okkar framleiðslu,“ segir Hafberg.

Gróðrarstöð Lambhaga er að Lambhagavegi 13, 113 Reykjavík, en stendur á jörðinni Lambhaga sem hefur verið bújörð frá því í kringum árið 1200 og er enn lögbýli í dag.

Heimasíða fyrirtækisins er www.lambhagi.is og Lambhagi er einnig á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni