Gleraugna Pétur, Garðatorgi 4
„Augnlæknar sjá um sjónmælingar fyrir okkur því það er nauðsynlegt að láta kanna heilsu augnanna, ekki bara sjónmæla. Til dæmis hefur glákutilfellum fjölgað síðustu ár og það er nauðsynlegt að fylgjast með þessu,“ segir Pétur Christiansen, eigandi verslunarinnar Gleraugna Pétur, Garðatorgi 4, Garðabæ.
Pétur Christiansen hefur langa reynslu af gleraugnaviðskiptum en hann opnaði sína fyrstu gleraugnaverslun í Keflavík árið 1982. Hann rak á tímabili sjö verslanir með félaga sínum áður en fyrirtækjunum var skipt upp og samstarfi hætt. Eftir það rak Pétur Gleraugnaverslun í Mjódd sem var ein stærsta gleraugnaverslun landsins. Árið 2005 var fyrirtækið svo keypt og sameinað apótekum.
„Ég tók mér fimm ára frí frá faginu eftir þetta en opnaði síðan Gleraugna Pétur árið 2013 ásamt eiginkonu minni, Ingibjörgu Ýri Þorgilsdóttur, og við rekum verslunina saman. Við fluttum búðina á nýja Garðatorgið í október 2015,“ segir Pétur en hann er afar ánægður með staðsetninguna á Garðatorgi og verslunina sem blómstrar þar:
„Nýja Garðatorgið er góður kjarni með flottum verslunum. Þetta er mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið.“
„Við erum alltaf að reyna að bæta okkur og finna eitthvað nýtt. Við leggjum mikla áherslu á að veita góða og persónulega þjónustu,“ segir Pétur og bætir við að það sé mikil samkeppni á gleraugnamarkaðnum og gæði glerja og umgjarða séu misjöfn.
„Við kappkostum að bjóða eingöngu vörur í hæsta gæðaflokki og hafa alla þjónustu faglega enda er heilsa augnanna okkar alvörumál,“ segir Pétur, en Gleraugna Pétur er með gler frá Zeiss sem eru háskerpugler.Umgjarðir frá t.d. Black Fin, IcBerlin, Etnia Barcelona, Hally & Son og Thomsen Eyewear. Allt eru þetta rómuð hágæðamerki.
Gleraugna Pétur, Garðatorgi 4, Garðabæ
Sjá nánar á heimasíðunni gleraugnapetur.is