fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Fyrirmyndarframleiðandi einfaldra og vandaðra vinnuhjóla

Kynning

Jötunn: GOES-fjórhjól og öryggisbogar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

óhannes Bjarnason er sviðsstjóri verslunarsviðs hjá Jötni og hann bendir á þá staðreynd að sala fjórhjóla fari smám saman vaxandi: „Við hjá Jötni leggjum metnað okkar í að vera með á boðstólum vönduð og góð fjórhjól og því bjóðum við Goes. Okkur hefur tekist að halda þeim á hagstæðu verði og munum geta veitt afbragðs þjónustu á fjórhjólunum.”

„Forsaga þess að við hjá Jötni kusum að hefja samstarf við Goes byggist á því að við fórum að fylgjast með þessum hjólum hjá félögum okkar í TBS í Danmörku fyrir nokkrum árum og höfum fylgst með þróuninni hjá þeim síðan. Í gegnum tíðina hafa þeir selt fjölda hjóla og og reynslan af þeim er mjög góð. Því erum við þess fullvissir að með Goes séum við komnir með vöru þar sem saman fara gæði og hagstætt verð,“

segir Jóhannes.

Fyrirmyndarframleiðandinn Goes

Goes var stofnað í Frakklandi árið 2005 af nokkrum fyrrverandi lykilstjórnendum Evrópudeildar Bombardier en frá fyrsta degi hefur markmiðið verið sett á framleiðslu einfaldra og vandaðra vinnuhjóla.

Í dag eru hjólin seld í 15 Evrópulöndum og er framleiðslan í allt um 4.000 hjól á ári. Framleiðslan fer fram í Kína, eins og sífellt verður algengara, en franskir starfsmenn Goes vinna einnig í verksmiðjunni og sinna víðtæku gæðaeftirliti með framleiðslunni.

Að sögn Jóhannesar er franska fyrirtækið Goes með stóran varahlutalager í París sem tryggir hratt og öruggt aðgengi að varahlutum og þjónustuupplýsingum.

Öryggið á toppnum

„Nýjungin „Lifeguard“ (öryggisbogi) er búnaður sem hefur verið tekið fagnandi á Íslandi en þetta öryggistæki hlífir ökumanni og farþega ef velta á sér stað en öryggisboginn dreifir þyngdinni hvort sínum megin við ökumanninn. Öryggisboginn er hannaður fyrir fjórhjól þyngri en 350 kíló og þolir meira en 1.200 kílóa þunga“,

segir Jóhannes að lokum og hvetur áhugasama til þess að skoða heimasíðu Jötuns.

Þess ber að geta að Jötunn er með verslanir á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum.

Jötunn vélar ehf. Austurvegur 69,Selfoss. Sími: 4800 – 400.

www.jotunn.is

Sjá einig Facebook-síðu Jötuns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni