AJ Vörulistinn
AJ Vörulistinn er með mikið úrval af gæðahúsgögnum og skyldum vörum fyrir skóla frá sænska fyrirtækinu AJ Produkter. Má þar nefna borð og stóla fyrir nemendur, hirslur fyrir námsgögn og eigur nemenda, fatahengi, tússtöflur og flettitöflur, þroskaleikföng í leikskóla og hljóðdempandi vörur. AJ Vörulistinn þjónar menntastofnunum á öllum skólastigum, allt frá leikskólum upp í háskóla.
Skólahúsgögn frá AJ Vörulistanum eru afskaplega þolin og slitsterk en fjölmargir skólar hafa afar góða reynslu af stólum, borðum og öðrum húsgögnum fyrir skóla frá fyrirtækinu. Á seinni árum hefur úrval af nemendahirslum aukist og mikil vöruþróun átt sér stað í þeim flokki. Annars vegar er um að ræða opnar hirslur þar sem ýmiss konar vinna nemenda er geymd, til dæmis verkefnamöppur. Hins vegar er um að ræða læstar hirslur fyrir nemendur sjálfa í almenningi, þar sem þeir geta meðal annars geymt fartölvur, síma og önnur verðmæti. Slíkar hirslur geta verið læstar með hengilási, lyklalási, númeralási eða á annan hátt. Enn fremur eru til sölu skápar með hleðslubúnaði fyrir tölvur og farsíma. Oftast eru slíkir skápar í umsjón kennara sem þurfa að hlaða margar tölvur, en skáparnir eru þjófheldir.
Eins og fram hefur komið er fjölbreytni fatahengja, stóla, borða og annarra húsgagna afar mikil því AJ Vörulistinn þjónar allt frá leikskólum upp í háskóla. Einn ónefndur vöruflokkur er afar áhugaverður og hentar raunar skrifstofum ekki síður en menntastofnunum – en það eru hljóðdempandi vörur. Dæmi um slíkt eru nemendaborð með hljóðdempandi linolium-borðplötum. En mun víðtækari hljóðdempun er í boði í formi fóðraðra eininga sem festar eru á veggi eða hengdar í loft. Slík hljóðdempun dregur mjög úr hávaða. Þegar hljóðdempandi einingarnar eru festar á vegg speglast hljóðið ekki af veggnum og dregur því mjög úr glymjanda og samskiptahávaða. Þetta er sérstaklega gagnlegt í leikskólum og grunnskólum þar sem hávaði getur að óbreyttu farið yfir hættustig.
Auk þess að vera hagnýtar og slitsterkar eru vörurnar í skólalínunni hjá AJ Vörulistanum mjög smekklegar og stílhreinar. Mikil áhersla er lögð á vinnuvistvæna hönnun.Gott er að skoða úrvalið á heimasíðu ÁJ Vörulistans.
Einnig eru veittar upplýsingar í síma 557 6050 og fyrirspurnir má senda á netfangið ajvorulistinn@bender.is.