Þekkt fyrir mjúkar og ljúffengar taco-skeljar
Taqueria er mexíkóskur veitingastaður sem var opnaður í október í fyrra. Reksturinn hófst þó fyrr þegar eigendurnir voru með matarvagn á sínum snærum í miðbæ Reykjavíkur sem sló samstundis í gegn og var valinn besti matarvagn borgarinnar í fyrrasumar af blaðinu Grapevine. En í febrúar á þessu ári opnuðu sömuu aðilar nýjan veitingastað í Ármúla þar sem fólk getur setið og notið matarins. Hafdís Haraldsdóttir afgreiðslustjóri segir að fólk hafi tekið veitingastað með mexíkóskum áherslum fagnandi og mikið sé um að starfsmenn fyrirtækja í hverfinu komi og njóti veitinga hjá þeim í hádeginu.
„Viðskiptavinir okkar koma þó ekki bara héðan úr hverfinu heldur víðs vegar að úr borginni,“ segir hún. „Við erum mexíkóskur staður, skyndibita- og grænmetis- og „vegan“-veitingahús. Það hefur vakið athygli og ánægju margra því ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar úrval af „vegan“-stöðum.
Við erum á Facebook og þar má sjá fjölmörg ummæli glaðra viðskiptavina sem kunna að meta þessa skemmtilegu viðbót í veitingaflóru landsmanna.“
„Við opnum klukkan 11 og erum með Happy Hour til kl. 18.00. Annars er opið til kl. 21.00 alla daga nema sunnudaga.
Við erum þekkt fyrir taco-skeljarnar okkar sem eru búnar til á staðnum og eru mjúkar og ljúffengar. Þeir sem þekkja alvöru mexíkóskan mat vita að þannig eru þær bestar. Við vinnum með mjög gott hráefni; allt ferskt og búið til á staðnum og allir ættu að finna eitthvað gómsætt við sitt hæfi.“
„Salinn okkar er hægt að leigja en hann tekur 50 manns í sæti. Þegar fólk er með hann á leigu þá lengist opnunartíminn til klukkan eitt eftir miðnætti.“
Taqueria, Ármúli 21, s: 552 4343
Opnunartími: 11.00–21.00 alla daga nema sunnudaga.